Landsmál - sep. 1947, Blaðsíða 27
TÍMARIT DM LANDSMÁL
Eldhúsumræður á Alþingi 24. nóv. 1943.
„-----Manni verður fyrst að spyrja sjálfan sig: Hvers
vegna er ríkissjóður að safna sjóðum til framkvæmda
eftir ófriðinn, ef hin stígandi alda dýrtíðarinnar gerir
þessa sjóði einskis virði? Hvers vegna eru landsmenn
að leggja til hliðar sparifé, hvers vegna eru þeir að stofna
nýbyggingarsjóði, ef þetta ætti allt að verða að reyk og
ösku í bruna verðbólgunnar. Allt þetta væru ráðstafanir
út í bláinn, fávíslegar, broslegar og rökvana, ef ekki ætti
að halda verðbólgunni í skefjum, ef ekki ætti að berjast
gegn dýrtíðinni, verðhækkuninni, verðbólgunni með oddi
og egg, með hnúum og hnefum, með öllum þeim ráðum
sem þjóðin hefur fram að bera.
Ef ég ætti að draga saman í litla mynd þær athuga-
anir sem ég nú hefi gert að umtalsefni í því skyni að gera
sér grein fyrir heimilisástæðunum hjá oss íslendingum
eftir fjögur styrjaldarár, þá mundi sú mynd vera á þessa
leið: Oss hafa fallið talsverðir fjármunir í skaut, sem
nota mætti til þarflegra hluta, ef viturlega er að farið.
Megin stoðirnar sem standa undir atvinnulífi þjóðarinnar
eru orðnar fúnar og ótraustar og þarfnast endurnýjunar,
ef húsið á ekki að hrynja oss yfir höfuðið. Sundurlyndið
á heimilinu er þó þannig að hver höndin rís á móti annarri
og enginn vill annars ráð nýta. Það er pest í búpeningn-
um, sem ógnar með algjöru hruni vegna þess að heimils-
fólkið hefur ekki komið sér saman um hverjum beri skylda
til að annast hann.----“
Útvarpserindi 26. apríl 1944.
„-----Verði hins vegar ekkert úr aðgerðum til að
stöðva verðlagið og færa það niður en í þess stað mörg
öfl að verki til að brjóta þann garð sem enn heldur í
skefjum flóðbylgju dýrtíðarinnar, þá stöðvast atvinnu-
reksturinn að mestu leyti áður en langt um líður og víð-
tækt atvinnleysi tekur við.
Við þessu er verið að reyna að sporna. Þetta er ógæfa,
27