Landsmál - Sep 1947, Síða 29
TÍMARIT UM LANDSMÁL
mörk sett og menn hlógu að þeim sem vöruðu við ástand-
inu. Á nokkrum dögum hrundi spilaborgin og þá hófst
fjárhags- og atvinnukreppa hin mesta sem heimurinn
hefur séð til þessa. í Ameríku varð eitt hið mesta fjár-
hagshrun, sem komið hefur þar í landi og leiddi af sér
almennar þrengingar og atvinnuleysi. Það verður sama
lögmálið sem endurtekur sig hér með nokkuð öðrum hætti
vegna ólíkra staðhátta en með svipuðum árangri, ef ekki
• verður tekið í taumana nógu snemma.
Verðfall á íslenzkum afurðum og framleiðsluvörum hlýt-
ur að koma, þegar friður er fenginn og viðskiptin leita
í eðlilegan farveg. Þess vegna eru þau átök sem nú eru
gerð um hækkun launa og þar með alls framleiðslukostn-
aðar, eins og glíma við skuggann sinn. Þessi átök geta
ekki fært nokkrum hagnað raunverulega, vegna þess að
sjálft ástandið, hin óumflýjanlega rás viðburðanna, hlýtur
að þurrka slíkt burtu. Vér getum að sjálfsögðu sett hvaða
verð sem oss sýnist á eigin afurðir og vinnu, en vér höfum
ekkert vald til þess að skipa nokkrum að greiða þetta
verð. Þess vegna er streitan til einskis. Hún fer í bága
við lögmál viðskipta og atvinnu. Atvinnugreinarnar geta
ekki borið kostnaðinn. Þeim sem nú herða róðurinn í þessu
efni, fer eins og manni sem sáir vorkorni sínu að hausti.
Sáðkornið þolir ekki breytingu árstíðanna og það gefur
enga uppskeru. Svo verður um allar kauphækkanir, sem
I nú kunna að bætast við kostnað vorrar ósamkeppnishæfu
framleiðslu. Þær gefa enga uppskeru, bera engan ávöxt,
vegna þeirrar breytingar á ástandinu í heiminum, sem nú
stendur fyrir dyrum og ekki verður um flúin, en vér fáum
_ ekki við ráðið.---------“
29