Alþýðublaðið - 06.05.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1926, Blaðsíða 4
4 arins, tekin út eftir nokkurt karp. Fékk öl. Th. því ráðið, að 3. umr. um síldarsölufélagsfrumv. fór fram á öðrum fundi í gær- kveldi. Varð þá J. Kj. að orði, að margir hefðu víst ekki búist við því í þinglok í fyrra, að einka- söiufrv. færi nú með afbrigðum gegn um þingið. Kvaðst hann spá því, að lok málsins yrðu ríkis- einkasala, sem hann var sérlega smeykur við. Það þótti B. Líndal hart að heyra hann segja, og kvaðst vilja gefa honum það heii- , ræði, að tala ekki á alþingi um þau mál, sem hann hefði ekki vit á. — Jón Baldv. flutti þá br.tili. við frv., að einn maður af þremur stjórnendum félagsins verði valinn eftir tiliögum stjórnar verklýðs- sambands Norðuriands á Akur- eyri. Þá þótti B. Línd. verkafólk- io eiga að fá að ráða nokkuð miklu, ef hún yrði samþ. Jón Baldv. sýndi fram á, að verkafólk- ið hefði mikilia hagsmuna að gæta um sölu síidarinnar og út- vegun markaða, og að verkafóíkið á síldveiðastöðvunum hefði nóga þekkingu til að velja hæfan mann í stjórnina. TiIIagan var samt feld með mörgum atkv. gegn atkvæöi J. Baldv. einu. Aðrir deildarmenn voru ekki á því, að auka réttindi verkafólksíns í síldarsölumálinu. Hafði þó Jón Baldv. bent á, að slík skipun féiagsstjórnarinnar gæti orðið' hemill á freistingu, sem hún kynni einhvern tima að fá, til að halda síídarverðinu ó- heppilega háu, og að samþykt til- lögunnar myndi gera félagið vih- sælla. Þá benti hann á þann mikla agnúa á þessu frv., að samkv. því ættu síldartunnur að greiða atkv., en ekki menn, og hve það stingi mjög í stúf við ríkiseinka- sölu. — Jakob og Bernharð fluttu br.till. um, að allir síldarútgerð- armenn og þeir aðrir, sem fást kunna við að salta eða krydda sííd til útflutnings, eigi Jétt á að veröa félagsmenn. Sú till. var samþ. með eins atkv. mun, en aðrar rýmkunartill. þeirra voru feldar og að heimilisfang félagsins yrði á Siglufirði. Var frv. siðan af- greitt til e. d. Jón Baldv. greiddi jafnan atkv. gegn þvi. Gerí er ráð fyrír, að fjárlaga- frv. verði á morgun til einnar umr. í n. d. » r * XNT n JlLir * v Fréttir af e. d. verða að bíða morgun sökum þrengsla. ffljömleikar Jóhannesap Fonss. Johannes Fönss bassasöngvari söng í gærkveldi í Nýja Bíó og hreif alla áheyrendur með hinum karlmannlega söng sínum, enda er röddin hin voldugasta, er hér í bæ hefir heyrst. Söngskrá hans var mikilfengleg og margbreytileg og voru áheyrendur undrandi og fullir aðdáunar. Áheyrendur neyddu hann til að endurtaka marga af söngvunum, m. a. „O Isis“ úr Töfraflautunni (Mozart), „Drykkjusöng“ (Nicolai) og „Mee- resleuchten“ (Loewe). Vart getur maður hugsað * sér „Die beiden Grenadiere'* betur og kröftugar sungið en í gærkveldi og þó með tilfinningu. „Bergmanden" eftir Sjögren söng hann með alvöru- þrungnum hátíðleik. Hann söng þrjú lög vio kvæði eftir Aakjær, en einkum bar á persónuiegri til- finningu í lagi Carl Nielsens við „Kommer I snart, I Husmænd". Með miklum „dramatiskum" krafti og leikni söng hann „Sverrir kon- ungr“ (Sveinbj. Sveinbjörnsson). Ágætlega tókst honum í „Jeg bærer den Hat, jeg vil“ (West- wang — Drachmann), enda hæfði söngur sá persónu og framkomu Fönss. Sem aukanúmer söng hann „ísland“ (Sv. Sveinbj.) og lauk þannig hljómleik þessum, sem sannarlega var einstakur í sinni röð. — Páll ísólfsson aðstoð- aði með undirspili. F. AðviSrun. ----- Frh. Það myndi hafa þótt tortryggni i meira lagi, ef ég hefði farið fram á að fá viðurkenningu fyrir, að ég heföi skilað umsókninni inn á skrif- stofuna, en hvað sýnist vera nauð- synlegt, og hvað mun vera í því, sem meira er í varið? Hvað gæti þessi ekkja, sem hér á hlut að máli, látið sér detta í lmg; hún þekkir mig ekki meira en Nig. Bjarnason þekkir mig, og má vel halda, að hún hafi orðið sty'rksins að njótandi, en ég hirt hann. Þess vegna hefði það verið óneit- aniega klókt af Nic. Bj. sjálfs hans vegna að segja mér, að hún hefði einskis orðið að njótandi. Við þvi var ekkert. að segja. Sömuleiðis, hefði Nic. Bjarnason strax kannast við að hafa glatað umsókninni og boðist til að þægja þessari ekkju eitthvað fyrir þennan misgáning, þá skyldi honurn pegar hafa ver- ið fyrirgefið, og þá hefði þetta ekki verið gert að opinberu umtalsefni. Þess i stað þrætir hann fyrir að hafa glatað umsókninni. Þess vegna skora ég á Nic. Bjarnason, að hann geri grein fyrir glötun umsóknarinnar annað hvort opinberlega eða við mig og borgi þessari ekkju þá upp- hæð, sem líkur eru til að hún hefði fengið úr þessum umrædda sjóði. Þégar ég í sunrar skilaði styrkum- sókninni inni á skrifstofu Nic. Bj., var aðalerindið, að ég ætlaði að taka þar vinnulaun, er ég átti þar inni frá 17. ágúst, en gat ekki fengið þau. Út af þessu lenti ég í dálitl- um orðahnippingum við Hjálmar, son Nic. Bjarnasonar, og sagði ég við hann, að fyrir svona .litla upp- hæð myndi ég ekki gera fleiri ferðir og sjzt til að standa í illdeilum út af þvi, heldur gæfi ég þeim þessar fáu krónur, og sagðist Hjálmar verða feginn, ef ég vildi gefa sér um 20 kr., en það leit út fyrir, að hann hefði ekki orðið eins feginn að fá þessa gjöf, eins og hann lét, því að 28. dezember, er ég minnist á, að þetta hafi verið í sama skiftið og ég skilaði styrkumsókninni í skrifstofuna, þá veit ég ekki fyrr en hann fleygir þessum peningum fram á borðið, og mér ætlað að hirða þá, en ég lét peningana vera og fór út og hefi ekki komið þar síðan. (Nl. næst.) H. Jónsson. Unft dstggism og ftjegmis. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lauga- vegi 38, sími 1561. Togararnir. Draupnir kom i gær með 55 tn. Danmerkurfararnir gliman í Iðnö i gærkveldi. Þeir glimdu liðlega og af fjöri. Þó tóku áhorfendur eftir því, að mismunur var töluverður á glímumönnunum. Hljömleikarnir, sem Hljómsveit Reykjavikur auglýs- ir á öðrum stað í blaðinu, eru rneð nýjum hætti að því leyti, að nú verð- ur til skemtunar bæði hljóðfærasláttur og kórsöngur, þvi að Karlakór Reykjauikur aðstoðar. Athygii viljum vér vekja á aðalæfingunni, sem fer franr annað kvöld i Nýja Bió, kl. 7 ’/í Þá gefst tækifæri til að hlýða á báða flokkana og sú skemtun kostar ekki nema 1 krónu. Jöhannes Fönns verður sökum litils háttar lasleika að Jresta söngnum, er verða átti i kvöld, til þriðjudags. Aðgöngumið- arnir i kvöld gilda þá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.