Bjarki


Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 7

Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 7
ísafjarðarsýslu og búa þar til nýtt kjördæmi. Þar á Hannes Hafstein að bjóða sig fram. Þeíta eigið þið allir að samþykkja á þíngi.« Olafur: »Getum við ekki eins lögleitt minnihlutakosnmgar ? Jeg á við, að sá sje rjett kosinn þíngmaður, sem fæst fær atkvæði. Þá ætti Hannes að vera viss með kosnínguna. Jeg hef haldið líku fram áður í blaðinu Austra og sje ekki betur, en að þetta ætti helst svo að vera.« Júlíus: »Mjer sýnist rjettast, ef við gerum þessa breytíngu, og viljum vera vissir um að vinna eitthvað með henni, að við gerðum þá sýslumanninn í ísafjarðarsýslu að kjördæmi fyrir sig. Þá væri kosníngin viss, því hann gæti kosið sjálfan sig.« Þíngsins herra: »Viðvíkjandi tillögu þíngmanns Norðmýlínga skal jeg geta þess, að ef ákveðið væri, að sá skyldi löglega: kosinn sem fæst fær atkvæðin, þá mundu Skúla menn allir kjósa Hannes, eins og auðsjeð er. Það er ekkert vit í þeirri tillögu. Hitt líkar mjer miklu betur, að gera sýslumanninn sjálfan að kjördæmi fyrir sig. En jeg skal láta ykkur vita það, að jeg fylgi ekki máli þessu af því, að jeg vilji Hannes á þíng. Jeg vil alls ekki hafa, að hann sje kosinn, því jeg álít mig betur fallinn til að vera foringja ykkar en hann. Jeg veit, að hann kemst aldrei að í ísafjarðar- sýslu og þess vegna vil jeg búa honum þar til kjördæmi. Annars væri hann vís að fara eitthvað annað < og komast þá ef til vill þar að. Skiljið þið það? Tryggvi: »En jeg vil búa kjördæmið til til þess að hann verði kosinn. Viljið þið það ekki líka, piltar?« Þíngsins herra: »Það gerir ekkert til, hvað þeir vilja. Við viljam allir það sama. Sumir vilja búa til kjördæmi til þess að hann verði kosinn, en hinir til þess að hann verði ekki kosinn. Þið fylgið þessu allir, munið þið það. Fundi slitið. Kári- _______________BJARKI.________________ Veðrið stöðugt gott, en nokkuð óstilt. Nokkrir bátur hafa þó róið hjer utanúr firðinum undanfarandi daga og hafa þeir hlaðið. Skíftafundir í Garðarsbúinu voru haldnir hjer um síðustu helgi og eru nú skiftin að mestu leyti útkljáð. Þó er enn óseld eign fjelagsins í Hollandi, virt á 70,000 kr.. Fulltrúi ensku hlutaeigendanna við skiftin er umboðsmaður Björgvin Vigfús- son á Hallormsstað. „Norðlyset", skipstjóri Brach, kom hingað inn í fyrradag. Skip- stjóri er ókunnugur, hafði lóðsflagg uppi og gaf hvað eftir annað á innsiglingunni merki um, að hann vildi fá leiðsögn. En eingin bátur fór út og rendi skipið svo inn miðjan fjörðinn, en þó með hægri ferð, og alla leið inn á marbakka og stóð fast. Bótin var, að ferðin var hæg, svo að það lenti aðeins aftur að miðju upp á leiruna. Lítið eitt var farið að falla út þegar skipið fór upp, og á flóðinu um kvöldið losn- aði það aftur óskemmt og lagðist út við bryggju. „Nordlyset" er leiguskip pöntunarfjelagsins, leigtaf Zöllner til að flytja út kjöt. Það er búið að vera leingi fyrir Norðurlandi, fara þar á 12 hafnir, og hef- ur feingið vond veður, einkum á Blönduósi og Skaga- strönd; varð fjórum sinnum að leggja til hafs af höfninni á Blönduösi vegna storma. Á Steingrímsfirði kvaðst skipstjóri hafa orðið að bíða fjóra daga af því að kjötið, sem hann átt að taka þar, var ekki til. Skipið fer hjeðan í kvöld beint til Einglands. Þegar eins stendur á og með þetta skip, sem kom hjer inn um miðjan dag og í besta veðri, ættu bæjarmenn að vera fljótari til að róa út og leiðbeina skipunum til legu á höfninni, en í þetta sinn reynd- ist. Eina leiðbeiníngin, sem skipstórinn fjekk, var, að Sig. Johansen barði vængjunum útiá Líverpólsbryggju og má vel vera, að það hafi aftrað skipinu frá að renna enn leingra upp á leiruna, en það gerði. Mannalát. Dáin er hjer í fyrramorgun Rebekka Einarsdótt- ir í Firði, móðir Haraldar bónda þar og Önnu, ekkju Aðalsteins Friðbjarnarsonar á Akureyri. í gærkvöld bl. 8 dó hjer á spítalanum Sigríður Jónsdóttir af Vestdalseyri, sem áður stóð þar fyrir verslan Magnúsar kaupmanns Einarssonar. fær hafa báðar legið veikar síðan í sumar. M8ð ruvallaskólinn. Hann var settur 1. okt. og eru þar nú 34 nem- endur. Kenslan fer fram Akureyri kl. 3 síðdegis. barnaskólahúsinu á Vatnsveitíng í Rvík. Bæjarstjórn Rvíkur hefur falið P. Ward fiskikaup- manni að semja við eitthvert enskt vatnsveitinga- fjelag um að koma á Vatnsveitíng inn í hús í Reykjavík. Er ætlast til að það sendi mannvirkja fræðing þángað fyrst til þess að rannsaka, hve mikill kostnaðurinn þurfi að verða. Björnstjerne Björnson varð í haust sjötugur. Samskot hafa verið gerS í Noregi til að mynda sjóð í minningu um það, sem á að bera nafn Björnsons. Framtíðarlönd heitir stórt ritverk, sem nú er að koma út í Khöfn, eftir W. Christmas. Það er lýsíng á löndum þeim í öðrum heimsálfum, sem innflutníngar era nú til frá Norðurálfu, eða Iíkindi eru til að innflutn- íngur verði til framvegis. Úr því verki er greinin með fyrirsögninni «GulI,« sem Bjarki flutti nýlega. Friettasamband milli Einglancis, Færeyja og íslands vildu útgerðarmenn í Grímsby, á fundi sem þeir hjeldu í haust, fá sem fyrst, og samþykkti fundurinn yfirlýsfngu um það. MAT- REIÐSLUBÓK eftir Þóru Jóns- dóttur kaupist 'náu verði. Ritstj. vísar á kaupanda. Blaðið „Reykjavík" geta menn pant- að hjá ritstjóraBjarka. Það flytur betri frjettir úr Rvi'k en nokkurt annað blað, götuvísur úr Reykjavík, góðar útlendar frjettir og mikið af skemmtilegum sögum. Kostar að eins 1 kr. árg, Auglýsing. Allir sem skulda mjer eru vinsamlega beðnir að borga skuldir sína hið allra fyrsta, í síðasta lagi fyrir nýár næstkomandi. Eftir þann tíma verða þær innheimtar með lögsókn án frekari aðvörunar. Þess utan legg jeg 6' °/0 rentu á allar útisandandi skuldir við áramótin, jafnt hvort upphæðin hefur staðið leingur eða skemur. Eyj. Jónsson. 51 orð, en öll litu þau víð og við með óró til vögg- unnar og hugsuðu með sjálfum sjer um, hvort barnið væri rjett skírt. Gilbert litli lifði ekki leingi. Hann dó viku síðar. Þeim var þá huggun í því að hafa gert tilraun til að skíra barnið. Og nú varð að fá rúm handa gröf þess í kirkjugarðinum. En Pjetur neitaði í þetta sinn fastlega að fara til prestsins. Þá varð konan að fara. Hún kom aftur rjett fyrir kvöldið og var þá mjög alvarleg og með þrútin augu. „Nú", sagði Pjetur, þegar hún kom inn. „Presturinn sagði að kirkjugarðurinn væri aðeins handa safnaðarmönnum og hann hefði ekki vald til að leyfa hann öðrum, svo við feingjum þar ekkirúm fyrir gröfina okkar, nema við segðum okkur inn í söfnuðinn, sagði hann." Pjetur varð sótrauður í andliti, sló í borðið og sagði: „Nei, hann skal sveimjer fá að bíða leingi, áður en jeg kem." Barnið var grafið undir hlyn, sem Pjetur hafði gróðursett skammt frá húsi sínu. En nóttina á und- an hafði Pjetur Iaumast inn í kirkjugarðinn með poka 52 og reku og borið heim vígða mold á bakinu. Þeirri mold var stráð kripgum kistuna. VII Stríðið við prestinn varð erfiðara en Pjetur hafði grunað, og verst var, að hann hafði sjálfur kastað frá sjer vopnum sínum, þar sem hann sagði sig úr söfnuðinum. Safnaðarmálin og þræturnar, sem út af þeim risu, höfðu verið líf hans og yndi. Hann hafði fundið íöluvert til sín meðan hann kom fram sem leiðtogi bændanna og var sjálf kjörinn talsmaður þeirra við hvert tækifæri, vegna þess að hann hafði þegið mælskunnar gáfu. Oft hafði hann með sjálfum sjer notið innilegrar ánægju þegar bændurnir litu til hans, ef einhvern vanda bar að höndum, eða biðu eftir að heyra, hvað hann segði, áður enn þeir legðu nokkuð til málanna sjálfir. Nú mátti hann aldrei framar koma á þessa fundi, aldrei framar æfa andans krafta sína í- þeim skilmíngaskála; hann hafði þar nú ekkert að gera, hafði þar eingin ráð; það var hægt að vísa hon- um út þaðan, og hann hugsaði sjer, hvernig áhrif prestsins færu þar nú sívaxandi, af því að einginn 53 þyrði að mæla á móti honum. Hann var eins og bannsúnginn maður útilokaður frá vinum sínum. Hon- umvirtist ekki betur en að þeir væru hálfhræddir við hann nú orðið, eftir að hann hafði slitið við þásafn- aðarfjelagsskapnum. Þetta var nærri því eins og að vera útiluktur frá guði sjálfum. Pjetur hafði ekki næga menntun og lærdóm til þess að geta algerlega sagt skilið við rjetttrúan kirkjunnar. Hanngat ekki bundið fjelagsskap við þá „sem lásu Paine og Ingersoll" og hæddu og fyrirlitu sýnóduna og alt hennar starf. Hann var hálfhræddur við þá og honum-fanst þeir eiga helvíti og kvalirnar í vændum. Þegar um trú- mál var að ræða þekkti hann ekkert annað njehærra en bamalærdóm lútherskunnar, sem hann hafði lært heima í Noregi. Eins og flestir bændurnir bar hann arfgeinga lotníngu fyrir öllujþví sem heilagt var haldið. Honum fannst lífið óbærilegt án guðsþjónustugjörða og altarisgaungu, að minsta kosti einu sinni á ári. Áður en söfnuðurinn fjekk prest, höfðu prestar frá nágrannabygðunum komiðtil nýlendunnar nokkrum sinnum á ári og flutt þar guðsþjónustur. En að vera nú utanvið allt .þetta! Að sjá að safn- aðarmálin geingu eins og áður, þótt hans misst

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.