Bjarki


Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 4
Cil kaupenda Bjarka. Kfiupendut Bjarka nœr og ffœr áminnast vinsamle^a um að borga blaðið. Sjerstaklega skal hjermeð skorað á þá, sem einga grein haýa gert fyrir andvirði blaðsins síðan eigendaskifti urðu að því, um nýár 1901, að gera þetta eigi síðar en um nœstu áramót. Brjef þessu viðvíkjandi sendist til eiganda og ritstjóra blaðsins, PORST. QÍSLASONAR- guðinn Kínóhringan skríðandi, og út úr hinum endanum skreyddist gyðjan Sínemunda. Og þau settu sig samhliða á steininn. Og allt í kring um þau var ekkert annað en myrkur og tómleiki. Þá mælti Kínóhringan við Sínemundu og skýrði henni frá þeirri fullkomnun, sem hann hefði í hyggju að skapa, heim án allra galla, þar sem hamingja, ánægja, heilbrigði, friður og allsnægtir ættu að ráða og ríkja, Og ekkert illt skyldi þar ná að festa rætur. Og Sinemunda hlustaði á orð hans og Ijet í ljósi aðdáun sína og, eins og konum er títt, mælti hún þýð lofsyrði til að þóknast honum. En áður en Kínóhringan byrjaði á sköpun- arverkinu, stóð hann upp af steininum og bað Sínemundu að bíða þar til hann kæmi aftur; hvarf hann síðan út í geiminn til að rannsaka eiginleika hans. — En um leið og hann fór burtu, kviknaði hið illa í hjarta Sinemundu, konu hans. Fyrst og fremst særði það hana, að Kínóhringan hafði einúngis talað um sínar fyrirætlanir og þau miklu verk sem hann ætl- aði að framkvæma; og í öðru lagi vakti sú spurning fyrir henni, hversvegna hún ætti að vera honum undirgefin, þau hefðu þó bæði komið úr steininum lánga og mjóa. Gröm í geði yfir hinu þóttafulla látbragði hans, reyndi hún að hugsa sjer einhver ráð til að hefja köllun sína til virðingar, og allt í einu datt henni það í hug, að hún skyldi sjálí skapa __________________BJARKI. hinn fuilkomna heim, sem hann hefði talað um að búa til, svo að þegar hann kæmi til baka mundi hann sjá að hún hefði orðið fyrri til, og þá mundi hann neyðast til að viðurkenna að guðdómur hennar væri eins máttugur og hans. Hún byrjaði því á sömu stundu að skapa heiminn og vann að því með óðagotslegum flýti, því hún óttaðist að hún yrði annars ekki búin þegar maður hennar kæmi heim. En ac því hún var háð hinu kvennlega eðli, skorti hana staðfesfu við verkið og byrjaði því ætíð á nýu áður en hún lyki við það sem hún var að vinna. Þessvegna urðtt gallar á öllu því sem hún skapaði. Fjöllin voru alltof há, svo þau drógu til sín alia loftstrauma frá mönn- unum, dalirnir voru of djúpir, svo allt varð að feni og foræði, sem einginn hafði not af, og þar sem ekki var ofmikið vatn, var það alltof lítið og vont að finna það. Sólin var of heit, og túnglið skein að eins með köflum, regnið var of ákaft og lángvinnt, þerririnn of leingi í einu, skógarnir of þjettir og villidýr of fá. Skógarávextir voru alltof sjaldgæfir og erfitt að nálgast þá. En enn þá verra en allt þetta var þó, að sorgir, sjúkdómar og dauði ömuðu ölhim skepnum. Og ekki var minna mein að hinum illu draumum og illu öndum, sem alstaðar voru á sveimi. Þar við bættist hið hræðilega ok vinnunnar, sem nver maður er neyddur til að leggja á herðar sjer til að geta lifað. — Þetta voru stórgallarnir á þeim heimi, sem Sinemunda skapaði. En þegar Kínóhringan kom til baka og sá hinn sorglega vanskapaða heim, sem hún hafði búið til, varð hann gagntekinn af hræðslu og rak upp hljóð mikið og ógurlegt. Og hann vildi ekki skifta sjer af neinu í heiminum, en sagði Sinemundu að stjórna því öllu í sam- ræmi við þá vanhyggju, sem myndað hefði beiminn og borist inn í hann. Þess vegna er það enn í dag svo hjá dúsúnunum, að kvenn- fólkíð annast öll prestsverk. Þeir tilbiðja Kínóhringan, og vita að allt hið illa stafar frá gyðjunnni, sem eingaungu með stærilæti sínu og óþarfa hlutsemi hafði hindrað sköpun hins fullkomna heims. Þetta er í sannleika mjög merkileg saga og líkust því, að einhver heimspekingur lið- inna tíða hefði búið hana til. Einkennilegast er, að hún nær fyrst til okkar frá ómannað- asta þjóðflokkinum í Borneós stóru skógum. Eftirtektavert er það líka, að hjer mætir okkur sama mannlega tilhneigingin, sem frá Adams dögum allt af hefur skelt skuldinni á kvenn- þjóðina sem orsök þess að heimurinn er ófullkominn. Það er satt, sem Walter Scott sagði, að einginn er svo heimskur og fáfróður, að hann geymi ekki eitthvað af fróðleik. (S. þýddi úr »Kringsjá«) iM-HM SIQLÍNQ. — o— F>ó, stormvöktu bárur, þið streitist við stefnið á skríðandi gnoð og aldrei að eilífu þreytist — jeg aldrei skal lækka í storminum voð. Pið framundan hreykist og hrynjið. Jeg hleypi' ykkur glaður á mót. Þó drynjandi' á súðum þið dynjið þá dettið þið aflvana í hyldjúpsins rót. En fast upp í byrinn jeg beiti, því borðið er hreint ekki veilf Frá strykinu' ei stefnunni' eg breyti meðan stýri og mastur og seglið er heilt. Hallfreður. 42 væru myndir af einglum drottins, en örvarnir, sem þeir sendu frá sjer, hjelt hann væru tákn reiði guðs. Menn dáðust almennt mjög að töflunni, en prestur átti oft bágt með að verjast brosi þegar hann sneri að altarinu og sá allar Amorsmyndirnar benda' bog- unum móti sjer. Það var ákveðið, að hvert heimili skyldi leggja sjer til bekk í kirkjuna; bekkina skyldi merkja og þeir síðan vera eign þeirra sem í fyrstu lögðu þá tíl. Pjetur í Haga hafði einnig látið smíða sjer kirkjubekk og mála nafn sitt á harin með stórum stöfum. Og fyrir loforð um smágreiða síðarmeir hafði hann feing- ið leyfi kirkjustjórnarmannanna til að setja hann þar sem mest bar á honum, fast við predikunarstólinn. Nú leið að hinum mikla degi, þegar vígja átti kirkjuna. Pjetur í Haga sat einn á bekk sínum í bestu skartklæðunum, sem hann átti til, og horfði á prestinn með drembilegum svip. Prestur Ieit hvasst til hans, nam staðar sem snöggvast, en hjelt svo á- -fram upp í predikunarstólinn. Þar stóð hann þegj- andi litla stund, eins og hann væri að hugsa sig um, en svo sagði hann: „Jeg sje, kæru. vinir, að hjer er einn maður viðstaddur, sem, eins og nú stendur, er 43 í banni kirkjunnar. Predikunin getur ekki byrjað fyr en honum er komið burtu. Prestur leit niður til Pjeturs og þángað litu allir. Pjetursat kyr og svitn- aði. „Jeg hef lagt meira til þessarar kirkju en flestir aðrir, prestur," mælti hann, „og þennan bekk hef jeg sjálfur látið smíða og nafnið mitt stendur á honum; jeg sit hjer á sjálfs mín eign, og einginn maður í heimi skal hrekja mig af henni." „Þá getum við sett eignþínaút úr kirkjunni", svar- aði prestur. „Berið þið bekkinn út." Kirkiuþjónarnir geingu fram til þess að framkvæma skipun prests, en Pjetur sat fast á bekknum. Þeir stóðu þá við og litu upp til prests. „Berið þið þá manninn út líka," kallaði prestur og varorðinn óþol- inmóður. Kirkjuþjónarnir þrifu þá í bekkinn, en Pjetur hjelt sjer fast við hann og sleppti ekki tökunum. Þeir tóku þá bekkinn með Pjetri á og báru hann frameftir kirkjugólfinu. Kvennfólkið dró upp vasaklút- ana og stakk í munninn til þess að skella ekki upp úr; karlmennirnir litu niður á gólfið, eða út til veggj- anna. Pjetur æpti og barði á þeim sem bekkinn báru. Þeir grettu sig, en slepptu ekki tökunum. Þeg- ar annar bekkjarendinn var kominn út úr kirkjudyr- 44 unum sleppti einn af þeim sem bar, svo Pjetur stakkst á höfuðuð út og bekkurinn á eftir. Síðan var hurð- inni skellt aftur og lokað. Svo hóf söfnuðurinn sálmasaung og þakkaði guði fyrir hans náðugu aðstoð, að hann hetði veitt þeira krafta til að reisa þessa kirkju. En í henni var hver spíta stolin. Þegar söfnuðurinn kom út úr kirkjunni, var bekk- ur Pjeturs þar úti fyrir brotinn í smátt og fjölunum stráð yfir kirkjutröppurnar. Tveimur mánuðum síðar kom kæra frá eigendum skógarins úr út timburhögginu; en það var of seint, því þá var fyrir laungu búíð að lýsa guðs blessun yfir viðarstuldinum. VI. Pjetur í Haga hafði nú beðið ósigur, sem hann náði sjer aldrei eftir, og verst var, að þeim ósigri hafði fylgt hlátur sveitúnga hans, Nú var honum einn kostur nauðugur, að segja sig úr söfnuðinum. Ein greinin í safnaðarlögunum hljóðaði svo, að einginn hefði leyfi til að segja sig úr söfnuðinum nema bann jafnframt sýndi að sýnódan kenndi villulær-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.