Freyja - 01.05.1898, Blaðsíða 1

Freyja - 01.05.1898, Blaðsíða 1
 rjegja I. AR. SELKIRK, MAI, 1898. NR.4. ÞJODHVOT. Þú sefur enn, og samt er tími' að vinna, Því sól er risin hátt í andans geim. Þig drcymir cnn, cn draumar þýða minna, En dagsins sanna starf í þessum heini. Þú trúir, leiðist, tilbiður og starir A töframyndir, sjónvillandi prjál, En tíminn líður, veruleikinn varir, Og villan glatar mannsins lífi' og sál. Ó lít mín þjáð, hve liðið er af degi, Lyft þer upp, sjá frelsisskinið bjart, Sjá hvað gjört er, sjá hvort ber þer eigi Sjálfri líka' að vinna eitthvað þarft. Nú knýjum vinir krafta vora alla Og kappsamlega vinnum, eins og ber, Að viðreisn manna, kvenna jafnt sem karla, Unz kvöí og dauði loksins sigrað er. S. J. Bakkel. Impromptu. Nú minnist nóttin svarta Nákossi jörðu við. Mér virðist vonsnautt hjarta Mitt, vanta ljós og frið. A hugar himinboga í húmi stari' eg þreytt; Ilvort stjörnu líti' ég loga, Er leiðsögn fái veitt. O að skin lífsins ljósa Minn lýsi veginn á, En'alt, sem eg vil kjósa Mun örðugt verða' að fá. Sophie. TIL SOLARINNAR. -:0:- Er húmar að í huga mér, og hryggð mig sker, Æ, send þá gleði geisla þinn gegnum ljóran minn. Og er mer höfug hrynja tár um hryggar brár, M, lát þá skœra skinið þitt skína' á hö'fuð mitt. Og þíí ég hef nærri brostin barm í bitrum harm, Æ, lát þá ástar ljósið þitt lýsa' í hjarta mitt. Freyr. ÚR HÁVAMÁLUM. Skjóllaus er sú aldna eik, Sem áður stóð á foldu væn, En síðan hýmir hrör og bleik, Og hlúa' ei framar blöðin græn. Svo er ég, sem enginn ann, Ástlaus eg að foldu hníg; Hjartað frýs, sem forðum brann; Eetið hinsta brátt ég stíg. Þcss er von, eg veit það einn, Þ<5 verið hefði löngu fyr, Til grafar lífsknör siglir seinn, Seglum slökum, vantar byr. Láttu Njö'rður lifs of dröfn Líða knör minn hröðum byr Tafarlaust að hinnstu höfn. Það hefði betur verið fyr. Freyr. PiPARMÆRIN. (Frarnhald frá síðasta núnieri.) féll í ómegin. 'Ég lá í 3 rnánuði, og í fyrsta sinn er ég leit í spegil á eftir, var ég orðin eins gráhœrð og ég er nú. Unnusti minn, sá síðari, vakti yfir rnér og þakk- aði guði heilsu mína, en mig langaði sáran til að deyja. Ég hafði ókflátan- lega spurt eftir einhverjum manni sem enginn þekti, og mér var sagt að ein- hver ókunnugur maður hefði fært mig heim meðvitundarlausa, og svo ekki sést síðan. Af hverju ég hefði veikst vissi enginn, og ég ekki sjálf, náttúr- lega. Þegar ég frískaðist reið ég sí- feldlega út, til að reyna að hafa upp á þessum manni, en það var til einkis — hafði þa ð getað verið draumur eða hugarburður?.— Nei, ómögulegt, því maðurinn sem flutti mig heim og hann, var einn og hinn sami maður; svo mik- ið gat ég fengið út úr lýsingunni af hon- um. En hvar var hann nú? Var hann giftur eða ógiftur? Mér var ómögulegt að giftast meðan ég ekki vissi þetta.— Ég fór til unnusta míns, hins síðara, og sagði honum söguna, og bað hann gefa mér upp bónorðið. Hann vildi gefa mér eins eða tveggja ára frest, og hjálpa mér til að leita hans. Við leit- uðum hans um land alt. Ég fór til Hafnar og var þar í 3 ár, en alt til eink- is. Eg fór nú aftur til íslands og átti nú að giftast, en hjarta mitt var ekki með í leiknum. Eg virti mannsefnið fyrir trygð hans og stöðuglyndi, en ég gat ekki elskað neitt nema minninguna um hann sem ég fyrst og lengst hafði elskað. Eg bað hann um að gefa mig fría —hann gjörði það.— En hvað það kostaði hann, get ég ekki sagt; en það veit ég, að hann dó fyrir 3 árum síðan, og hafði aldrei gifzt. Um leið og hann gaf mig fríja komst ég svo við af göfug- lyndi hans, að eg óskaði ég hefði aldrei bttðið hann þess; en 6g varð of fegin að ¦ losast, til að taka bæn mína aftur, og hið sama sumar fbr ég út hingað, og enn finst mér að ég muni fá að sjá ást- vin minn lifandi; að hann hafi reynzt mér ótrúr, kemur mér aldrei til hugar. Einhver undarleg örlög hafa dregið hann frá mér. Hér hafið þér nú æfi-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.