Freyja - 01.10.1900, Side 3

Freyja - 01.10.1900, Side 3
FREYJA blæju af kulda um hjartans glóð — kraft sein ei vill ærslast hátt, nö kvarta. G. cccccccccc Barnakró. FERÐAMAÐUFUNN °g MUSTERI ÞEKKINGARINNAR. Úr „Ships tliat pass in the night.“ eftir Beatriee Harraden. [Þýtt af ungfrú G. Jóhannsdóttur.] Fyrir óteljandi ölduin síðan klifr- aði ferðamaður, þreyttur af langri og örðugri göngu, upp síðasta part- inn af af ir hrjóstugri braut sem lá upp að efsta tindinum á snarbröttu og háu fjalli. A fjallinu var musteri, og ferða- maðurinn hafði strengt þess heit að komast þangað áður en hann dæi- Hann vissi að ferðin var löngogveg- urinn hrjóstugur, liann vissi að þessi partur fjalisins var torsóttari en allt hitt sem búið var, en hann átti von, hugrekki og óskeikulann fót. Iíann gleymdi tímatalinu og hafði enga hugmynd um hvað lengi hann hafði verið á leiðinni að takinarkí sínu, enliann missti aldrei vonina. Fjöll þessi liétu Hugsjónir, og þangað höfðu margir stefnt áundan honum. „Jafnvel þó ég örmagnist á leið- inni og koinist aídrei upp á fjallið," sagði hann við sjálfan sig, „þá er þó mikils virði að vera á leiðinni þang að.“ Þannig hughrcysti haiin sjálfann sig, og meira vald fékk örvæntingin aldrei yfir honum, og var það þ i ekki mikið. En nú var hann kominn upp á efsta tindinn, stóð við lilið musterisins og hringdi dyrabjöllunni. Gamall og gráhærður, öldungur kom til dyr- anna og opnaði liliðið. Þegar hann sá ferðamanninn, brosti liann rauna- lega og sagði í liálfum hljóðum: „Og enn þá einn! Ilvað þýðirallt þetta?“ Ferðainaðurinn heyrði ekki til hans og sagði því: „Gamli gráhærði öldungur! Seg mér, að ég sé þó að síðustu kominn að liinu undraverða musteri þekkingarinnar sem ég lief þráð pg.kep.pt að alla mína æfi,“ Gamli maðurinn snerti arni ferða- íuanusius og sagði blíðlega: „Hlust- aðu til. Þetta er ekki musteri þekk- ingarinnar, og „Hugsjónir“ er ekki fjallakeðja, það er ómælanleg slétta, og inusteri þekkingarinnar stendur á miðri sléttunni. Þú ert á röngum vegi, vesalings ferðamaður. Yfirlit ferðamannsins dofnaði.aug- un urðu döpur og vonin í lijarta hans dó. Hann varð gamall og vis- inn allt í einu og studdi sig þungiega við staf sinn. „Getur maður fengið að livíia sig hér?“ spurði hann, „Nei.“ „Er nokkur vegur hínumegin of- an af fjallinu? „Nei.“ „Uvað eru fjöll þessi köiluð?“ „Þau hafa ekkert nafn.“ „Og musterið,hvað kallar þúþað?“

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.