Freyja - 01.10.1903, Síða 12
5*
FREY/A
VI.
a-
fara til að sannfærast nm, að stríðið var aðeíns haffð ert ekki unnið.
Karl sonur hennar var orðinn svo gamall og kominn svo langt í menn-
ingaráttina að hann hefði ekkert getað grætt á alþýðuskóíum, þó móðir
hans hefði sent hann þangað, þess vegna réði hún af að senda hann á
hærri skóla, en áður en hún sendi hann frá súr út í heiminn, sagði hún
honum þann kafla æflsögu sinnarer laut að uppruna sj'ilfs hans, frá
faðerni hans og eið sínum og hætti svo við:
„Eg veit að þú færð þig fnlireyndan, sonur minn, en á framkomic
þinni í þessu atriði byggi úg allar mínar framtíðarvonir utn þig.“
Það væri ófullkomin lýsing á tilflnningum Karfs gagnvart rnóður
hans, að segja að lrann hefði elskað haua, það var því ekki furða þó
honum hitnaði um hjartaræturnar við að hlusta á sögu hennar, enda
gjörði hann ýmist að blóðroðna eða bvítna upp meðan á henni stóð, en
er henni var lokið, vafði hann hana að sér og sagði:
„Þú skalt aldrei þurfa að bera kinnroða mín vegna, hjartans móðir
mín.“
Hér um bil sextíu mílur frá Lakesíde var bær, sem Springville hét.
Þar var háskóli góður og þangað sendi fólk úr nærliggjandi bæjum og
héruðum sonu sína. Þangað ætlaði nú Helen að senda son sinn
en hún afréð að fylgja honum þangað sjálf og sjá um að hann hefði góða
aðhlynning.
Helen tók sér nærri að skilja við son sinn, en hjáþví varð ei komist
nema honum til skaða. Skilnaðarstundin kemnr æftnlega einhverntíma
hvort sem er, börnin hætta að vera börn og verða þá að heyja lífsstríðið
stuðningslaust, það varðar því mestu aðþau séu vel undir þessa baráttu
búin. Karl var orðinn sextán vetra, það leið því óðum að þeim tíma
að hann, eins og aðrir, yrði að sjá fyrir sér sjálfur.
Mitt á milli Springviile og Lakeside var gistihús, sem herra Job
Jenliins átti fyrir að ráða, eða öllu heldur hinn betri helmingur hans,
frú Jenkins. Hún var skörungur mikill, hreinlát í bezta lagi, en hafði
stækustu óbeit á öllu nýmóðins pjatti. Ruggustólar og legubekkir sáust
ekki í húsum hennar og klæðnaður hennar var svo einfaldur sem mest
mátti verða. Hún var löng og beinaber og hafði mestu óbeit á öllu því
kvennfólki sem guð hafði lánað meiri fegurð en henni. Þrátt fyrir allt
þetta, græddu þau fé á veitingahúsinu, þvíhúsfreyja gafgestum sínum
kraftgóðan mat og hrein hvílurúm, þó þau væru ekki mjúk, en allt
bar heimili hennar einhvern kuldablæ.
Helen var að eins nýkomin þangað er húsfreyja var kölluð út til að
taka á móti nýjum gestum. Þessa gesti leiddi hún inn í stofu þar sem
Helen var fyrir, og voru þeir engir aðrir en þau Grangers-hjónin frá
Albright ásamt Herbert syni þeirra sem þau voru að fylgja á Sping-
ville háskólann.