Freyja - 01.10.1903, Page 16

Freyja - 01.10.1903, Page 16
56 FREYJA VI. 3. hegðan skólasveina yðar, sem þfer ætlið þeim að fylgja, eðá ci- ekki srö, prófessor Wright?“ ,,Auð\'itað.“ „Hafið þér nokkuð annað hald 4 færisveinnnmn eða aðstandönd mn þeirra, en að þessum skiimálum sé fullnægt?“ „Vitanlega ekki,“ svara'ði prófessorinn og hneigði sig. „Upp áþessa skilmáia skil ég þá son minn eftir hjá yður, og mun ég nákvæmlega fullnægja mínum hluta þessa samnings. Fullnægi son ur minn ekki sínum hluta hans, megið þér senda hann heim til mín,“ sagði Helen, og taldi um leið fram á borðið borgunina íyrir fyrsta tíma- bil sonar síns á skólannm. Prófessorinn var í þann veginn að sópa tit sín peningunnm, þegar Helen stanzaði hann með þessum orðum: „Kvittermgu, nerra inmn.“ „Kvitteringu!" endurtók hann, eins og hann ætti örðugt með að skilja það, að sér hefði nö ekki misheyrst. , Já, kvitteringu, eða munduð þér sleppa svona miklum peningum við mig án þess að taka kvitteringuP1 Orðalaúst ritaði nú prófessorinn kvitteringu og fékk henni. Að því búnu gekk Helen til sonar síns, tók í báðar hendur hans, horfði beint S augu hans og sagði: „Eg er óhrædd um þig, sonur minn, í öllu tilliti, nema belzt einu, 0g þó vona ég að einnig þar, standir þú þig vel, mömmu vegna.“ „Já, þín vegna, móðir mín góð,“ sagði Karl, sem auðsjáaniega vissi hvað hún meinti. Helen tók sér nærri að skilja við son sinn, þó hún segði ekkert í þá átt. Augnablik lengur horfði hún f hreinskilnislegu augun hans, kyssti hann svo á enni, kinnar og munn og fór svo þegjandi burt. Prófessorinn horfði forviða á þessa einkennilegu kveðju og hún kom honum á þá skoðun, að i/elen hefði alið son sinn vel upp. Samt gat hann ekki varist því, að brjóta heilann um hræðsluefni hennar við- víkjandi syni sínum. En sú gáta vrarð bráðlega ráðin fyrir hann, á honum óvæntan hátt og án þess að Karli Harlow væri að nokkru leyti um að kenna.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.