Freyja - 01.10.1903, Page 17
r
t
BiiEITiiZIEO.
H L Y Ð N I .
líáðskonan sat í eldhúsinu og prjónaði af kappi. Á borðinu stóð
leirfat, kúffullt af fullþroskuðum, rauðum og safamiklum stráberjum.
Stór, bröndóttur köttur sat á gólfinu og malaði ánægjulega. Þessi töfr-
andi sýn mætti augum ungfrú White þegar hún kom inn í eldhúsið.
Ungfrú White var 18 vetra gðmul, há og grönn, rðttvaxin með
rjóðar kinnar og varir, með beint nef og móleit blíðieg augu. Uún
settist við opinn gluggann, hallaði sér að gluggagrindinni og andaði
að sér ilmandi sumarloftinu.
„Frændi þinn er þó ekki sofnaður?“ sagði ráðskonan ( spyrjandi
róm, og leit sem snöggvast upp frá prjónunum sínum.
„Jú, hann er sofnaður,“ svaraði mærin stillilega.
Ráðskonan leit til hennar og augnatillit hennar var fullt af með-
aumkun. „Það er gott, raaður hefir þó frið á meðan,“ sagði hún og
hagræddi silfurspangagleraugum á nefinu á sör. „Ertu ekki ósköp
þreytt?“ bætti hún við.
„0 jú, hálf þreytt,“ svaraði mærin.
En svipur hennar sýndi að hún var meira en hálf þreytt. Hún var
uppgefin.
„Hann ætti að skammast sín, og það þó hann væri helmingi veik-
ari en hann er, er engin ástæða til að hann láti eins og hann lætur,“
sagði ráðskonan. „Ekkert er hægt að gjöra honum nil hæfis, hann íinn-
ur að öllu, setur út á allt, rífst um allt og skiftir sér af öilu til eilífðar.
Eg vildi ekkert síður eiga að stunda kölska gamia, það gæti þó ekki
orðið verra.“
„Þú ert þó ekki að jafna föðurbróður mínum saman við gamla karl*
inn,“ sagði Theodóra brosandi.
„Þeir eru þó ekki svo ólíkir þegar frænda þínum tekst upp. Mér
þætti gaman að mega taka tii hans einu sinni, ég skyldi þá gefa honum
það sem hann á skilið. Það er hreint ekkert vit í að láta eins og hann
lætur. Það er svo sem alveg sarha hvað þú leggur þig í bleyti fyrir
hann, hann er samt ekki ánægður,“ sagði gamia konau.
„Ó, ég gjöri það lítið ég get fyrir hann," svaraði mærin hálf þung*
lyndislega.
,,Já, það er nú það, sem gjörir hann svona óskammfeilinn. Hann
veit svo ósköp vel, að þó hann bæði þig um tunglið myndir þú ekki
neita honum um það, heldur leita uppi lengsta stiganu sem þú fynd-