Freyja - 01.10.1903, Qupperneq 18
t
FREYJA
VI. 3-
ir og reyna að ná því fyrir hann. Það skemrair öTI born að Iáta allt
eftir þeira, og Jósef föðurbróðir þinn er orðinn barn í annað sinn,1*
sagði ráðskonan og setti upp spekingssvip, sem æíjnlega fylgir silfur-
spangagleraugum.
„Hver veit nema það væri nú bezt að Iáta allt eftir honuirt,-1 svar-
aði mærin og varð hugsi.
,,Láta allt eftir honuml Jö, þar kemurðu nú með þaðl Það væri
sjálfsagt heppilegt!“ sagði ráðskonan og saug gríðarlega upp í netið.
„Það er ekki víst að þetta væri svo vitlaust,“ sagði Theódóra frem-
ur við sjálfa sig en ráðskonuna.
„Ertu að ganga af vitinu, barn?“ sagði ráðskonan stuttlega.
„Þei! ég held hann sé að kalla,“ sagði mærin og hljóp út án þess
að svara.
„Já, það er reglulega skomm að því hvernig karlskollinn lætur
við autningja barnið, Það er eins og hann haldi að hún sé úr stáli og
teygleðri og finni hreint ekki til,“ sagði ráðskonan og tók nú óþyrmi-
lega til prjónanna.
Theódóra hljóp upp á loft tíl föðurbróður síns, sem lá þar, þjáður
af ímyndunarveiki en lítilli eða engri virkilegri veiki. En Jósef gamlí
hélt sig liggja fyrir dauðanum, og hver svo sem skyldi vera því kunn-
ugri en hann?
Hann sneri upp á sig, eins óg hundur sem fitjar upp á trínið, þegar
frœnka hans kom hlaupandi inn, og sagði:
„Eruð þið öll heymarlaus þarna niðri? Eg er búinn að berja og
dumpa í gólfið þangað til handleggurinn á mér er hálfur úr liði geng-
inn. Ráðskonan er víst búin að gleyma öllu í tilverunnarríki, nema
sjálfri sér,“ sagði karlinn með andköfum.
„Það var mikið slæmt, frændi minn,“ sagði hún.
„Yerkin sína merkih," sagði karl kuldalega.
„Hvernig líður þér núna, frændi minn?“
„Eg er margfalt verri, murgfalt!“
„Ertu það virkilega/-*
„Já, víst er ég það. Æðin tíðari, andlitið rautt og heitt, auðvitað
eru það sjúkdóms einkennin. Þessi hiti er nógur til að drepa uxa.
Opnaðu dyrnar og gluggana, fljótt, fljótt!“
Theódóra dróg upp gluggatjöldin, setti í snatri dyr og glugga upp
á gátt, svo eldrauðir kvöldsólargeislarnir fylltu herbergið og vindurinn
þeytti upp blöðum, sem lágu þar á víð og dreif, og velti uppáhalds með-
alaglasi karlsins ofan á gólf svo það brotnaði í þúsund smá agnir.
„Ó, ó! ó!“ öskraði karlinn svo hátt, að vel mátti af því ráða, að
lungun í honum væru ekki í sem verstu ástandi. „Ætlarðu virkilega
að gjöra mig blindann, drepa mig alveg?“ bætti hann við f ógnandi róm.