Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 5
VIII. 3.
FREYJA
53-
fá mér einn þriðja af þessari upphæð. Aðeins einn þriðja, mundu það,
og ég skal gjöra mig ánægða. með drengskaparloforð þitt, Rúfus. Þeg-
ar vinnan hefirvöldin, gjörir hún sanngjarnar kröfur. Neiti auðvaldið
að taka kröfur hennar til greina, tekur hún til sinna ráða. Nú heör sendi-
nefnd félagsins lokið máli sínu.“
„Ilún er þá réttur og sléttur þjófur og ekkert annað,“ varð Balton
að orði og hann saup hveljur. „Réttur og sléttur þjöfur!" endurtók
hann og varð nú dumbrauður f fraraan af áreynzlu við að koma þessu
út úr sér. „Veiztu hvað þú ert, kona? — Ekkert nema réttur og sléttur
þjófur, að læðast inn í herbergi mitt og fara f vasa mína —stela pening-
um mannsins sfns,—peningum, sem hann hefir unnið fyrir með súrum
sveita, gulli!—allt var það gull!.“—
,,Ó nei, það var ekki gull, það var allt í seðlum nema fáein cent í
eir og silfri,“ sagði húsfreyjan f leiðröttingarskyni.
„Veiztu, kona, að þjófnaði er hegnt með fangelsi?11 sagði hann í
þrumandi vandlætingar-róm. Húsfreyjan hneigði höfuðið tilsamþykk-
is um að hún vissi það, „Þér flnnst það kannske ekki mikilsvirði, þó
að móðir barnanna minna sé brennimerktur þjófur. En það er reiðar-
slag fyrir mig, sem ég var ekki viðbúin,“ sagði herra Dalton og hallað-
ist aumkunarlega aftur á koddann. eins g hann væri allt f einu yflr
bugaður af þessum ósköpum.
„Fæ ég þriðjung fjárins?“ spurði sendinefndin.
Gremja og varasemi háðu nú einvígi í huga Daltons, en varasemi*
h;:f ii sigur eftir langan og harðan bardaga.eins og sjá mátti ásvari hana
sem hljóðaði á þessa leið: „Eyrst þú, húsfreyja Dalton, ert svo gjör-
sneydd allri sóma- og léttlætistilflnningu, hlýt ég að láta undan. En
vittu það, að um leið og þú vinnur þessa peninga, missir þú ást og virð-
ingu inína.“
„Eg hefði misst alla virðingu fyrir sjálfri mér hefði ég tapað þessu
máli, og hlustaðu nú á mig, Rúfus Henry Falton. I huganum er ég bú-
in að d aga npp mynd af svo undur fallegum kjól,sein ég ætla að koma
mér upp fyrir þessa peninga, að tilhlökkunin yfir að eignast hann yfir-
gnæflr til góðra muna óttann sem mér stendur af þrumuveðrinu, sem
hvílii yfir þínu karlmannlega enni.og nú kólnar morgunverðurinn ef þú
flýtir þér ekki,“ sagði húsfreyjan og gekk léttilega út úr herbe’-ginu.
„C!ara!“ hrópaði Dalton f þykk juþrungnum róm. „Má ég búast við
að þú haflr enn þá svo mikið af kvennlegri undirgefni og virðingu fyr-
ir manninum þínum að þú segir mér hvar þú hefir falið þýfið —pening-
ana mína?“