Freyja - 01.10.1905, Page 8

Freyja - 01.10.1905, Page 8
56. FREYJA VIII. 3 Nú dettur manni í hug að spyrja, hvor ríkið hafi rétt til að skifta sér af hjúskaparmálum manna, hvort afskifti þess séu í sam- rœmi viðfrelsiskröfur þessarar aldar? Sé svo, að hjónabandið, undir því formi sem það víðast er, sé eignarréttur manns yfir konu, selur þá ekki ríkið slíkan eingarrétt? Jú, auðvitað. Ríkið selur aðeins karlmanni leyfi—af því hann er borgari en hún ekki, af því að hún hefir ekki borgaraleg réttindi — til að hafa einkarétt yfir þessari per- sónu æfilangt. Segjum að konan af einhverjum ástæðum hœtti að elska manninn sinn, og hvergetur skipað ástina með lögum?— þá getur hann samt búið með henni og þannig rœnt hana þeirri sœlu, sem öllum er svo eiginleg, að elska og njóta. Þetta rán getur auð- vitað átt sér stað á báðar hliðar, en konan á æfinlega meira áhættu f því sem öðru, þar sem hún má biiast við að verða heimilislaus, þar eð maðurinn á þá allt, en hún ekkert. Núna nýlega var rætt mii lijónaskilnaðarmSIiðá kyrkjuþingi ensku kyrkjunnar í Canada.voru þar staðfest lög er banna presti aðgiftaþann mann eða konu sem hafi áður fengið löglegan hjónaskilnað. Það mein- ar að byskupa kyrkjan enska í Canada villekki viðurkenna hjónaskiln- að þó hann sé leyfður af ríkinn. I Canada eiga sér stað um tveir hjóna- skitnaðir á ári til jafnaðar. Er bent á þetta sem merki þess hve hreinlífir að menn séu í Canada. En þessir herrar gleyma ; ð athuga það, hvað margirskilja að borði og sæng og hafa ekki ástæður til að láta það ganga lengra. Með öðrum orðum: hindrun á hjónaskilnaði í Canada orsakar það að margar heiðarlegar persónur neyðast til að lifa gagnstætt því, er lög og venja kalla heiðarlegt. Af því nú að naumast er von til þess að kvrkjuþingin komi nokkru góðu til leiðar í þessu máli, þá ætti að skora á þingmenn þjcðarinnai að be. jast fyrir því á sameinuðu þingi að fá viðunanlega. úrlausn í þessu máli, t.d. fá lög er heimili hverju héraði að fjalla um sín hjóna- skilnaðarmál eins og önnur mál. Og blöðin ættu að ræða þetta mál, og skapa heilbrigða hugsun í því, sem sé laus við trúarleg áhrif. Þettaer ekkert trúaratriði og ætti ekki að vera meðhöndlað af heilögum prest- u»m og öðrum háltheilögum kyrkjuþingsmönnum. Kæru lesendur! Athugið þetta. mál, skapið vður heilbr'gða hugsun um það, hvaða kyrkju sem þér kunnið að tilheyra og hv iða átrúnað sem þér kunnið að hafa. Þetta mál er virkilegt þjóðmál, scm starir oss beint í andlitið og það þarf að ráða á því bót. Þeir sem líða fyrir of þröng hjúskaparlög eiga heimting á lagavernd ef hún er möguleg. (Framhald.)

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.