Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 21
VIII. 3. FREYJA 69 ganga um fyrir innan búöarborðið, og vega kaffi og sykur, dubbaður upp með hvftt hálslín og pennastöngina á bak viö eyrað. Nú mundl ég ekki lengur, eftir þvíhve fljótt mér hafði þótt það að Óli drap öndina, og var farinn að hugsa um að þegarég væri orð- inn verslunarþjónn skyldi ég eiga byssu og ganga út til að skjóta íugla á sunnudögum. Við þessar bollaleggingar undi ég það sem eftir var dagsins, á milli þess, sem ég gekk í kringum œrnar. Þegar ég kom heim um kvöldið þótti mér alt Ijótt og leiðinlegt he.ima. Ég borðaði úr skálinni minni með mestu ólund, og hafði mér þó aldrei komið til hugar að skyr og mjólk vœri vondur mat- ur. En hvað var það á móti því, sem nú var á borðum í kaupstöð- um. Svo fór ég að hátta, og sofnaði út frá að hugsa um kaupstað- inn með öllum sínum lystisemdum. Sumarnóttin björt, þögul ogkyr vaiðiörmum sínum um hauðut og haf. Blómin lokuðu bikurum sírum sofnuðu ogdreymdi um glitr- andi daggperlurog glóandi ylríka sólargeisla. Mennirnir gengu til hvílu sinnar, þreyttir eftir erfiði dagsins, öllum var næturkyrðin kcer- komin, hún vaggaði sorginni í svefn, en léði voninni vœngi. Aliir höfðu nóg með sig og sínar eigin áhyggjur, og enginn hugs- aði til andarunganna gráu átjörninni undir Lönguhlíð. Þeirsyntu til og frá um sefið, horfðu í allar áttir, tístu og kölluðu á mömmu sína. Nokkrum dögum síðar átti ég aftur leið framhjá tjörninni, ég var þá að fara heim með ærnar, rigning hafði verið um daginn.ég var allur blautur og mér var kalt. Ég hiakkaði mikið til að koma heim, fara úr bleytunni og fá mér einhverja hressingu. Þegar ég kom að tjarnarendanum þar, semég«íðast sá ungana, þá hljóp Gló1 frá mér og fór eitthvað að snuðra í sefinu. Ég hélt áfram án þess að gefa því gaum. Eftir litla stund náði hann mér aftur og var þá kátur oghreykinn eins og hann hefði unnið eitthvert þrekvirki, hann hélt á dauðum andarunga á milli tannanna. þegar ég var kominn heim aö kvíunum, sá ég að Glói lagði ungann frá sér í moldar- flag skammt frá kvíjaveggnum og gerði sig líklegan til að fara að grafa hann þar, en þá heyrði hann hundgá heima við bæinn og hljóp

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.