Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 23

Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 23
VIII. 3. FREYjA 7r- íerö efnisins, sem er spánýtt og þe.ss eðlis, að hefði sú saga veriö . ilutt í vestur-ísl. blaði, Freyju til dœmis, þá heföu ritstjórar ísl. vikublaðanna í Winnipeg sjálfsagt ekki látið slíka óhœfu ó- hegnda. Sagan er um stúlku, sem nauðug er manni gefin, látin . fara heim til hans með þeim tilgangi að giftast honum bráðlega. Ingimar, sem er hinn málsaðilinn, er af góðri bœndaœtt, góður drengur en ekki ásjálegur, verður fyrir uppskerubresti og treystir sér því ekki til að standast veizlukostnað og annan kostnað sem hlau.t að fylgja giftingunni og frestar henni þess vegna. Afleiðing- in af samveru þeirrs. verður barn, sem móðirin myrðir, mest til aö hefna sín á manninum sem hefir rœnt lífsgleði hennar. Fyrir glœp þenna er stúlkan doemd í þriggja ára fangelsi. En fyrirrétt- inum mœtir barnsfaðir hennar og tekur þar málstað hennar svo drengilega að henni snýst algjörlega hugur til hans—fannst hann drengilegri og betri en allir aðrir menn, enda kvaöst hann viljugur til að giftast henni að þeim tíma liðnum ef hún þá vildi eiga sig. Snilldin í sögunni liggur aðallega í því, hve aðdáanlega höf. setur ' sig inn í sálarlíf beggja málsaðila, hversu ástin og dyggðin sigra og lyfta hinni hrösuðu sál upp úr eymda og glötnnardjúpinu, í stað þess að þrykkja henni dýpra og dýpra niöur og fyrirdæma hana að lokum til líkamlegs og andlegs dauða. Þessi meðferð á sögunni lyftir og huga lesarans upp yfir hina vanalegu grimmd, sem dœmir tillitslaust af tildrögum og ann-ara samsekt, en sýnir honum inn fyrir fortjald mannlegra tilfinninga. Höf. veit að þAÐ er ekki HEILBRYGT MÓÐUREÐLI SEM MYRÐIR BARNIÐ SITT Og lœtur því dÓm~ inn og aðra meðferö málsins byggjast á því, en jafnframt því sýnir hann þó ósjálfstæði fjöldans, sem svo auðveldlega lætur leiðast ti*l lasta eöa dyggöa eftir því, hvort leiðtogarnir eru vondir eða góðir - —eftir því hvort þeir hrópa: náðaðu náðaðu, eða krossfestu KROSSFESTU HANN! Heimir er ný kominn út—tvö hefti í einu. Yfir honum er eng- inn feigðarsvipur þó honum hafi dvalist. Velkominn Heimir.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.