Freyja - 01.10.1905, Page 22

Freyja - 01.10.1905, Page 22
70. FREYJA VIII. 3. þangaö. Þarna lá andaranginn í niarga daga, og minnti mig á at- burðinn. Síöan eru liöin mörg sumur. A hverju sumri hellir sólin verm- andi lífgefandi geislum yfir fjöll og dali, á hverju sumri vaxa hvannir og geitlur í kletta sillunum,fíflar og sóleyjar í lækjarbökkunum, t’jól- ur og blágresi á milli steinanna í Lönguhlíö. En hvenœr afmáist blóöferillinn? Hvenœr kemur þaö sumar aðenginnrauöur dropi fa'l'li niöur í grasiö og enginn dökkur blettur sjáist á tjörnunum silfurtæru? H. > IESItst3oxan.3LX plstls-r- Dráttinn á útkomu Freyju verð ég að biöja kaupendur henn- ar aö afsaka. Hann stafar af mér óviðráðanlegum orsökum. Á þessu tímabili hafa Freyju borist tvœr Nýjar bækur. bækur—■Ljóðmœli S. B. Benedictssonar og Draupnir—áframhald of sögu Jórs byskups Arasónar. Áútgefandann ogjbókmenntastörf hennar munégminn- ast í jólanúmeri Freyju. Á Ljóöabók S.B.B. langar mig til að minn- ast þó seinna veröi. I bráöina lœt ég mér nœgja aö benda fólki á ritdóma þeirra Heimskringlu og Lögbergs ritstjóranna, þar sem annar segir, „krossfestu, krossfestu hann, “ (n 1. höf. ljóðanna) en hinnsegir, ,,já og amen“. En þeim til leiöbeiningar sem hafa sannleiksást og löngun til aö vita hiö sanna um Ijóðmæli þessi, en skortir hugrekki til aö lesa og dœma sjálfir sökum bannfæringa framan nefndra ritstj. vil ég benda á ritdórn herra Jóhanns P. Sólmundssonar í Baldri, því af öllum ritdómum hér í vestur-ísl. blööum og þó víöar sé leitaö, er sá ritdómur ritaöur af mestri snilld og sánnleiksást. Af hverju hinir ritdómarnir eru skrifaöir vil ég ekki nefna hér. I ix. árg. 3, hefti Eimreiðarinnar er saga Eimreiöin. "m heitir Ingimararnir, frumsamin af Selmu Lagerlöf en þýdd af Björgu Þorláksdóttur Blöndal. Saga sú er sérlega eftirtektaverö, eftirtektaverð fyrir með-

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.