Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 7

Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 7
VIII. 3. FREYJA 55- rétti, að minnsta kosti sumstaöar. Meöal Múhameðstrúar manna er það giidandi hjónaskilnaður ef bóndinn segir viö konu sína þrisvar: ,,Vi8 erum skilin“. Um allan inn kristna heim er hjónabandi8 formaö af kvrkj- unni og henni gehð leyfi af ríkinu til aö giíta, en ríkiö hefir viöur- kennt löggjöf þá og annast um hana eins og sitt afkvœmi, ásamt öörum lögum,og á aö sjá um aö þeim lögum sé hlýtt, og ef brotin, þá aö hegna fyrir þau. Þess vegna, þó hjónabandslögin eigi rót sína aö rékja til kyrkjunnar, þá eru þau eigi aö síður borgaraleg lög, jafnvel þar sem aöskilnaöur ríkis og kyrkju er fenginn. Og þegar farið er aö athuga fleiri hliöar hjónabandsins svo sem eignar- rétts jafnréttið í þeim, þá kemur það í ljós, aö þaö er ekkert til. Eignarréttur mannsins er algildur, en konan á ekkert, ekki einu sinni nafnið sitt. Þó hafa lögin ekki tekiö það frá henni, heldur siövenja sem eignarréttar hugmynd hjónabandsins hefir skapað, sú, að konan sé regluleg eign mannsins, eins og hver annar hlutur í búi hans. Frá öndverðri tíð sézt það, síðan hjónabandið var til, aö konan var eitt af fernu, ránsfé, keypt, seld, eða gefin. Orðiö hjónaband fMariage) er dregið af frönsku orði mas, r.iaris sem þýöir karlkyn, en maricr aö gifta og mariage hiónaband. Þetta bendir til að hjónabandiö sé nokkuð einhliöa, enda sannar sagan það enn betur, því hún kennir oss aö lögfest band á milli karls og konu sé af karlmanni settur eignaréttar stimpill eins karlmann? gagnvart öörum karlmönnum. Eins og áöur er ávikið eru hjónaskilnaðarlög í ýmsum ríkjum því spor í áttina til meira frelsis fyrir konuna, af því að hjónaband- iö þrengír miklu meira að henni, sérstaklega þó frá fjárhagslegu sjónarmiöi skoðaö. Ef konan fengi fjárhagslegt og borgaralegt jafnrétti, þá gæti hjónabandið ekki orðið annaö en það á að vera, n. 1. félagslegt samband milb’ tveggja persóna, sem eru siðferöis- lega, heilsufroeöislega og andlega hœf til að vera foreldrar. Án jafnréttis er konan eign mannsins og án hjónaskilnaðar- réttinda heldur hún áfratn að vera það. Það meinar þrœlahald £ helfingi mannkynsins á inni frjálsu 20. öld.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.