Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 16

Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 16
64. FREYJA VIII. inér fannst það ímynd mannsins sem dró mig á tálar. En þessi tilfinning hvarf brátt fyrir ástinni til þess.—EÖlilegri, innilegri ást, sem með tímannm hefði bætt mér allt sem ég hafði liðið fyrir til- veru þess, ef mér hefði auðnast að halda því hjá mér. En það dó tveim vikum eftir að það fœddist, og ég var aftur ein—alein, ófarsœlli en nokkru sinni áður. „Þessi maður, sem tók mig að sér, þetta voðalegasta kvöld œfi minnar, var mér mjög góöur. Hann hafði miskunað sig yfir mig þegar engin af systrum mínum vildi líta á neyð mína, þegarég var afhrak heimsins. Tveimur mánuðum eftir að barnið mitt dó, kom hann til mín eitt kvöld, eins og hann hafði reyndar oft gjört áður, svo það var í raun og veru ekkert nýstárlegt við það. Mér þótti ekki vænt um manninn, hins vegar fann ég mjög til þess, hvað vel honum hafði farist við mig. Þetta kvöld setti hann mig á kné sér, hæidi mér venju fremur og bauð mér svo blátt áfram að gjörast hjákona sín. Að þessu hafði ég hvorki skilið né hugsað um hvað byggi undir blíðmælum hans. En þetta opnaði á mér augun og minnti mig um leið á afstöðu mína í mannfélaginu. Eg sleit mig af honuin, kastaði mér niður og brazt í ákafann grát. Hann lét mig gráta út, settist svo hjá mér og talaði lengi viö mig um það, hvað hann elskaði mig innilega og langaði til að hafa mig. Iivað hann skyldi '-era mér góður og láta mig eiga gott hjá sér og að migskyldi aldrei iðra þessa vals míns. Eg hlustaði agndofa á þetta einkenni- lega tilboð, sannfœrð um að hann meinti hvert orð sem hann sagði. Allt í einu flaug mér sú spurning í hug: hversvegna hann bæði mig ekki að giftast sér ef honum þœtti virkilega vœnt um mig. Ég lagðí þá h.endurnar um hálsinn á honum, horfði beint framan í hann og spurði hann að því. Þá hló hann, eins ogþetta vœri gróflega smeil- ið spaug.svo tærðistraunasvipur yfirandlitið á honum er hann sagði: , Nei, nei! ég þarfnást ekki konu á þann hátt. En mig vantarkonu, sem elskar mig og gleöst við komu mína og sem ég get átt and- legt samneyti við, konu,sem gjörir mér frístundirnar ánœgjulegar, en' það gjöra því miður ekki allar eiginkonur. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hann í þetta sinn og því hryggði þetta mig óút- segjanlega mikið. Mér fannst það hlyti að standa í sambandi við fall mitt, — því, var ég ekki að heimsins dómi fallin kona? (Frh.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.