Freyja - 01.10.1908, Blaðsíða 6
54
FREYJA
XI. 3-
sæla heiminn. —Nógu oft og skilmerkilega til þess, að þeir sern
lesa hana, vita að líkindum meira um þetta mál en þeir. sem ein-
göngu lesa „stærstu og útbreiddustu“ blöðiní En líklega er það
eitt af því, sem Einar Hjörleifsson kallar „eklti við alþýðu hsefi.“
Verndunarlög Glenn’s,
Þingmaðurinn Glenn frá Whitfield í ríkina Georgia lagði fyr-
ir ríkisþingið í nefndu ríki frumvarp til laga er heita mætti:
„Verndunarlögkarlagegn yfirgangioghjúskaparprettvísi kvenna.“
Glenns-frumvarpið heimtar að hvert það hjónuband skuli sam-
stundis ólögmætt ef það sannist að kvennmaðurinn hafi tælt
manninn til að eiga sig,með aðfengnum fegurðar meðulum, s. s.
ihnvatni, andlitsfarfa, fölskum tönnum, aðfengnu hári, púðum eðu
nokkru þess konar dóti. Glenn þykist hafa séð svo mikið af því
að sig hrylli við. flvernig það, sem svo er bert fyrir herra Glenn
getur verið uðrum svo hœttulegt að þeir þurfi sérstaka lagavernd-
un, þykir dálítið tortryggileg ályktun af þingmannsins hálfu
Enda notar kvennfólk í þessu mest megnis fyrirsagnir sem blöðin
eru full af og flestar eru gefnar út af karlmönnum, sem aklrei
þreytast á að prédika því, að það eigi að vera „kvennlegt og nett
og aðlaðandi, svo piltunum lítist á það.“
Sumir getaþess til að Glenn hafi litist á nógu margar og síð-
an orðið reiður, eins og Salómon.
Þegar konur fóru fyrst að gjöra kröfur til fjárhagslegs sjálf-
stæðis, hærri menntunar, betri atvínnu oghluttöku í stjórnmáluin,
mótmæltu þær og tízku-kúguninni svoákveðið, að margar þeirra
klæddust eftir eigin geðþötta, laglega en látlaust.. Voru þærfyrir
það kallaðar ókvennlegar, og þau ókvennlegheit köiluð afieiðing
af kvennfrelsisbraski þeirra.
Nokkrar af þessum eldri konum álitu hollara og haganlegar að
hafa. stutt hár. þá æptu allir Glenn-ar að þeiin. Nú kemur nýr
Glenn, sem vill gýöra það að hjónaskilnaðarsök, ef kona bætir við
hár það, sem náttúran í nízku sinni eða hlut.drægni hefir gefið
henni of lítið af til þess að gjöra hana fallega.
Sumar af þessum sjálfstæðu konum gengu æflnlega á liæla-
lágum skóm af því þær álitu það hollara. „Glennar" þeirra tíma
æptu að þeim; „fiatfóta, flatfóta! ‘ Þessi nýi Glenn vill gjöra notk-
un hælahárra skóa. að hjónaskilnaðarsök.