Freyja - 01.10.1908, Blaðsíða 7
XI. 3-
FREYJA
55
Allt sera kvennfólk notaði og notar enn til að auka A fegurð
sína, var og er kallað prjál, og þótti talandi vottur um karakter-
leysi þess, og- sannaði að það væri óhæft til að taka þátt í alvar-
legum málum. Þó er hver sú kona sem e k k i notar þessi meðul
kölluð ókvennleg', og- það talinn órækur vottur þess, að hún
eig e k k i að taka þátt í opinberum málum, því það gjöri hana
óútgengilegri!
Viðvíkjandi þúðunum vil ég einungis'biðja stúlkurnar að líta
inn hjá góðum skraddara og skoða hjá honum hálfgjörðar karl-
mannatreyjur, og mun þeim þá skiljast, að hinar breiðu, sléttu
herðar og karlmanniegu axlir á tízkumönnunum, sem þeim lízt
svm dæmalaust vel á, er í býsna mörgum tilfellum ekki alveg eins
og drottinn skildi við þær. Þér mynduð taka undir með skáldinu
og segja: „Mikið er skraddarans pund!“ tin Grlenn’s lögin hafa
ekkert út á púðu að setja, séu þeir í karlmannafatnaði!
Þá kemur ilmvatn og þ h. Það g.engur vitfirring næst að ætla
að nokkur karlmaður láti táldragast af þesskonar hlutum, því í
sannleika eru það hlutir, sem segja til sín sjálfir, enda notaðir
nærri, ef ekki alveg eins mi: ið af karlmönnum.
Næst ræðst Glenn á falskar og fylltar tennur og vill að allar
konur sem uppvísar verða að því að nota slíuan hégóma (!!) skuli
sjálfrækar úr hjónabandinu, ef manninum svo sýnist. Allir vita
að karlmenn nota falskar tennur og láta fylla í sér brotnar tennur
alveg eins og kvennfólk, en þá er það ekki saknæmt!! Lögin eiga
ekki að vera tveggja handa járn, þeim er einungis ætlað að vega
á eina hlið!
Þetta Glenn,s frumvarp er alls ekki nýtt, því árið 1610 samdi
Parlamentið á Englandi samskonar lög. Þau hljóða svo: ,,Að sér-
hver kona, af hvaða helzt stétt eða stöðu, ógift eða ekkja er tælir
nokkurn af þjónum hans hátignar til að giftast sör með nokkurs-
konar prjáli, svo sem andlitsfarfa, fölsku hári eða tönnum, krýnó-
lfnu, spánskri ull, lendapúðnm, ilmvatns-notkun eða öðru þesshátt-
ar, skuli sæta sömu hegningu og galdrakonur, seiðkonur og þ. h,
illþýði, og slíkt hjónaband af sjálfu sér uppleyst og ólögmætt er
hún yrði sönn að sök.“
Svolítur út, sem Glenn hafi einhversstaðar rekist á þessi lög
og dottiðí hug að gjörasig frægan með því að færa þau yfir til
Ameríku, þar sem þau yrðu að „Glenn’s.lögum“ og gæfu nafni
hans ódauðleika. Svo lítur ogútsein drottinn hafi skapað hugs-
unarhátt þessa Glenns, fyrir rúmum tvö hundruð árum síðan,