Freyja - 01.10.1908, Blaðsíða 21
XI. 3-
FREYJA
69
sem síðast var í Hvammi viö HvammsfjörS í Dalasýslu föSur
skáldsins, sér Jóns, höf. að ,,Hversdaglífinu,“ sem margir
heima-fæddir Islendingar kannast við. Þorleifur er og bróðir
ritst. Freyju. Hann kom bœSi til aS sjá hana, landið og landa
sína hér og yfirvega starfs og auðsöfnunarvegi í Winnipeg.
Ólíkt fiestum er að heiman koma í fyrsta sinni, talaSi hann
góða ensku og gat þess vegna kynnt sér ástandiö hér á fáum
dögum, eins og það var, ekki eins og gróSabrallsnáungar seg-
ja þaS. AfleiSingin varð sú, að hann sneri heim aftur eftir
sex daga dvöl í borginni, þó hann kæmi með þeim ásetningi
að setjast hér að, heföi honum litist hér á afkomu möguleik-
ana.
Ekki búumst vér við að hann verSi útflutninga ágent á
Islandi.
Einar Hjörleifsson-
Þakklát ætti ég víst að vera herra Einari Hjörleifssyni
| fyrir aS minnast Freyju í ,,ferðapistlum“ sínum. Þar sannast
. eins og oftar þaS sem Grettir sagði að: ,,þess veröur getið
sem gjört er,‘ ‘ —getiö á einhvern hátt. En ekki getum vér
* látiS vera að efast um, að ALþÝÐU þyki nœr sínu hœfi aS
þreifa með Einari um hnjáliSu liöinna manna ogkvenna flögr-
andi í loftinu í myrkrinu, en að lesa málefni Freyju —kvenn-
frelsismálið.
ÞaS er eitthvað „Þúsund og ein nótt“-arlegt viö þetta
andatrúar brask E. H. aö mér virðist. En svo á ég víst ekki
með að láta mér virSast neitt um svo háfleyga hluti, þar eð
ég er einungis kona, sem ofan á svo ófyrirgefanlega sök hefi
enga fórn lagt á sjáifselsku-altari Einars Hjörleifssonar. Þess
vegna býst ég ekki heldur viS neinu góðu af hanshálfu—ekki
einusinni sanngirni. Enda mun fáum dyljast, sem þekkja
manninn, aS slíkt hefði veriS aS ætlast til of mikils af honum
eins og ástatt var. En svo varS ég þá ekki einu sinni myrk-
fælin viS talandi ,,Gláms-augun“ handan yfir hafiS.
Skáldið á Sandi.
Og skáldið á Sandi yrkir svo enginn tekur eftir, ekki einu
sinni vitmennirnir—vinirhans. Sjá ,, BreiSablik" endurfætt.