Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 1

Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 1
MANÁÐÁRRIT IM TPPELDI OR KEiSSLlMÁL OKTÓBER 1899, 1, ÁRG. 1. BLAÐ, ■rpYBiR ýmsura þeim mönnum, er gert hafa alþýðumentunar- málið að aðaláhugamáli sínu og lcennarastarfið að lífsstarfi' sínu, hefir það lengi vakað, að æskilegt væri að geta haldið úti tímariti eða blaði, sem eingöngu gæfi sig að þeim málum, er snerta uppeldi og kenslu. Að vísu eigum vór oft kost á að lesa nytsamar ritgerðir um þau efni í ýmsum íslenzkum blöðum og tímaritum; en ætla má, að mörgum af þeim rit- gerðum sé tiltölulega lítill gaumur gefinn, vegna þess að þær standa í blöðum, sem flytja svo mörg önnur mál, og það ef til vill mál, sem almenningi kunna að þykja meira aðlaðandi eða skemtilegri. Þess vegna hefir sú hugmynd vaknað, að kennararnir þyrftu að hafa sitt sérstaka málgagn, er flytti mál þeirra eigi einungis meðal þeirra sjálfra innbyrðis, þeim til uppbyggingar, heldur einnig og engu síður inn á heimilin, sem þeir starfa fyrir. Svo var gerð tilraun. Nokkrir þeirra, sem mestan áhuga \ hafa á því að efla alþýðumentunina hér á landi og sem fær- astir eru til að rita um það mál, tóku sig saman og gáfu út „Tímarit um uppeldi og mentamál." En að fáum árum liðn- um sau þeir sér eigi lengur fært að halda því áfram; jafnvel þótt það væri svo vel úr garði gert sem mögulegt var að vænta eftir, náði það þó eigi hylli almennings. Aðalástæðan fyrir þessu ætlum vér að haíi verið sú, að ritgerðir þær, sem það flutti, hafi þótt of langar og ef til vill ekki nægilega að-

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.