Kennarablaðið - 01.10.1899, Side 5

Kennarablaðið - 01.10.1899, Side 5
völl, sem þjóð vor á að byggja ofan á á komandi öldum. En hún er sórstaklega bygð á yður. Það er sórst.aklega yðar málefni, sem blaðið á að flytja; það á að vera samverkamað- ur yðar í starflnu, sem þér hafið tekist á hendur, og það á að verða það band, er tengi saman alla þá, sem hér á landi starfa að því að uppfræða og menta æskulýðinn; það á að vinna með yður og fyrir yður. Þess vegna byggi óg von mína á yður, á því, að þér takið blaðinu vel og kostið lcapps um að fá það sem mest útbreitt, svo að það að minsta kosti eigi þurfl að sæta þeim forlögum, sem svo mörg af systkin- um þess, íslenzku blöðunum og tímaritunnm, hafa hlotið að sæta — að veslast upp innan fárra ára. En hitt er eigi síður áríðandi, að hlynna að blaðinu með því að rita í það. Aðalskilyrðið fyrir því, að það geti þriflst og komið að tilætluðum notum, er þetta: að sem flestir láti til sín heyra í því, og þá fyrst og fremst þeir, sem sérstaklega hafa gert alþýðumentunarmálið að áhugamáli sínu, og það eru væntanlega kennararnir. Hið íslenzka Kennarafélag var á sínum tíma st.ofnað í þeim tilgangi, að það ætti að verða til þess að tengja saman ísienzku kennarana og efla málefni það, sem þeir bera fyrir brjósti. Á fundum þess átti að taka til umræðu og yfirvegunar ýms uppeldis- og kenslumál; þar áttu menn að bera saman skoðanir sínar, fá leiðbeiningar hver hjá öðrum og flnna upp hin heppilegustu ráð til að hrinda því í lag, sem miður fer í þeim efnum. En Kennarafélagið hefir eigi náð þessum tilgangi sínum, svo sem æskilegt hefði verið, og það af þeirri ástæðu, að þeir menn, sem mest eiga að starfa að mentun alþýðunnar, barnakennararnir, hafa eigi fengist til viðtals; fáir þeirra hafa gerst meðlimir fólagsins og enn færri hafa sótt fundi þess. Aðalorsökin til þessa mun að líkindum vera sú, að þeir hafa eigi getað fengið tíma né tæki- færi til að sækja fundi hingað til Reykjavíkur, og skal því eigi neitað, að á því geta oft verið miklir örðugleikar fyrir þá, sem i fjarlægð búa. En nú er það tilgangur vor að hrinda íessum örðugleikum úr vegi, að stytta leiðina til kennara- fundanna, Nú eigið þér að geta haft kennarafund heima hjá

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.