Kennarablaðið - 01.10.1899, Side 6

Kennarablaðið - 01.10.1899, Side 6
6 yður einu sinni á mánuði hverjum. Svo oft á „Kennara- blaðið“ að koma til yðar og flytja yður skoðanir stéttarbræðra yðar og tillögur þeirra viðvíkjandi ýmsum kenslumálum. En þetta verða að eins skoðanir einstakra manna og tillögur, sem bornar verða upp til þess að þær verði íhugaðar og ræddar af sem flestum. Enginn, sem eitthvað hefir að segja í þess- um málum, enginn, sem flnnur hvöt hjá sér til að bera fram eitt eða annað málefni, sem að uppeldi og kensiu lýtur, má sitja þegjandi hjá. Þér megið umfram alt ekki þegja lengur, því að málefnið, sem þér og vér allir erum að berjast fyrir og viljum svo hjartanlega efla, bíður ómetanlega hnekki við það. Allir aðrir tala. Menn, sem ef til vill hafa miklu minna vit á þessum málum en þér, þeir tala; menn, sem telja allar framfarir og umbætur í þessum efnum ómögulegar, jafnvel ónauðsyniegar, þeir tala líka, og ræður þeirra fá áheyrn margra meðal þjóðarinnar. Hvers vegna? Vegna þess að þér þegið. Vegna þess að enginn er til að bera fram málefni yðar og málefni hinnar upprennandi kynslóðar, enginn, sem flnnur hvöt hjá sér til að reyna að sannfæra þjóðina um nytsemi þessa málefnis, já, flnnur það heilaga skyldu sína. Þess er ekki af yður kraflst, að þér skrifið háfleigar, vísindalegar ritgerðir — „Kennarabl." mundi ekki flytja þær fyrir yður — heldurhins, að þér skrifið um þau atriði, sem þér sérstaklega haflð áhuga á að fá framgengt, sem þér bafið veitt sérstaka eftirtekt eða sem yður langar til að fræðast um, — að þér skrifið um þessi atriði helzt stuttar og umfram alt alþýðlega ritaðar greinar. Það er alþýðan, sem þór þurfið að tala við; það er hún, sem þarf að komast í skilning um, að málefni vort sé gott og þarflegt, að það sé nauðsynjamál, sem framtíðarheill þjóðarinnar er að miklu leyti undir komin. Ég býst við að fá að heyra undirtektir yðar sem fyrst. í þeirri von, að þér gerið alt, sem yður er unt í þessum efnum, og með þeirri einlægu ósk, að drottinn blessi starf yðar í þjónustu þjóðfélags vors á komanda vetri og endrarnær er ég Yðar með virðingu Sigurður Jónsson,

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.