Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 9
9
við komið, og eins og áður er tekið fram, auka Jieir óholla
samkepni, sem sprottin er af metnaðarfýsn.
Daglegir vitnisburðir eru óheppilegir fyrir kennarann. feir
freista hans til að leita eftir röngum svörum, en þetta spillir
samvinnunni og samkomulaginu milli kennara og nemenda og
er auk þess í sjálfu sér rangt, því að kennarinn á ætíð að
gera sór alt far um að fá nemendurna til að svara rétt. Þeir
neyða einnig kennarann til að halda sér við bókstafinn; ef að
dugiegur og kostgæfinn nemandi hefir af einhverjum ástæðum
vanrækt að læra lexíuna sína í eitt skifti, getur kennarinn
ekki fyrirgefið honum hað, þótthann biðji hann fyrirgefningar.
Hann er neyddur til að gefa honum þann vitnisburð, sem
hann verðskuldar samkvæmt frammistöðu sinni. Gangi nem-
anda illa að læra og hætti honum til að missa móðinn, þá
getur kennarinn haft freistingu til að gefa honum hærri vitn-
isburð, en hann verðskuldar, til þess að hughreysta hann; en
það er í raun og veru ekki réttlátt og vekur því óánægju ann-
ara nemenda.
Daglegir vitnisburðir eru skaðlegir fyrir sambandið milli
heimilanna og skólans. Takmarkið er, að heimilin og skólinn
vinni í sameiningu að uppeldi barnanna. En þess eru ótal
dæmi, að samvinnan hefir öll farið út um þúfur vegna vitnis-
burðanna. Barnið hefir ef til vill kunnað lexíuna sína ágæt-
lega heima, en þegar það kemur í skólann, er það búið að
gieyma henni eða það er að hugsa um eitthvað annað, á með-
an því er hlýtt yfir; kennarinn verður kannske ergilegur, og
afleiðingin af öllu þessu verður sú, að það fær lágan vitnis-
burð. Foreldrar eða aðstandendur barnsins verða óánægðir,
og samvinnunni milli heimilisins og skólans er lokið; barnið
er jafnvel tekið úr skóianum á miðju lcensluári.
Daglegar vitnisburðagjaftr útheimta tiltölulega of mikinn tíma
og mikið erfiði. í kenslustundunum þarf oft eigi all-lítinn tíma
til að ákveða vitnisburðina og skrifa þá inn, og sá tími er
tekinn frá kenslunni. Á meðan kennarinn skrifar hvern ein-
stakan vitnisburð, verður dálítið hló á kenslunni, og þetta
befir óheppileg áhrif, því að hugup kennarans og nemendanna