Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 15
15
að mestu leyti að hvíla á heimilunum, já, meira en nokkur
önnur kensla, að lestrarkenslunni undantekinni; því að nú eru
þó í flestum sveitum umferðakennarar, sem veita tilsögn bæði
í skrift og reikningi, svo að heimilin geta að miklu leyti kastað
sinni áhyggju upp á þá að því er þær námsgreinar snertir.
Bn þar á rnóti útheimtá lestrarkenslan og kristindómsfræðslan
svo langan tíma, að þess gætir lítið, þótt börnin njóti tilsagnar
í þeim námsgreinum hjá umferðakennaranum þann þriggja
vikna eða mánaðartíma, sem hann dvelur á hverjum stað.
Það mun nú líka óhætt að fullyrða, að kristindómsfræðslunni
mun að ölium jafnaði lítið betur borgið, þótt umferðakennar-
arnir annist um hana þann tíma, sem þeir hafa börnin undir
hendi, því að fæstir þeirra eru mikið fæi'ari til að veita fræðslu
í þeirri grein en heimilin, af þeirri ástæðu, að þeir hafa vana-
lega ekki lært meira, sem þar að lýtur. í sjálfu sér væri nú
auðvitað ekkert á móti því, að heimilin önnuðust sem mest
eða kannske nærfelt eingöngu um kristindómsfræðsluna. Ég
fyrir mitt leyti vildi óska, að öll heimili væru fær um að
gera það og gerðu það; það mundi að minni hyggju verða
sú hollasta og ávaxtarsamasta kristindómsfræðsla, sem unt
yrði að fá. En ég veit, að fæst heimili eru fær um að veita
þá fræðslu, svo í lagi sé. Góð heimili geta gert og gefa mikið,
bæði beinlínis og óbeinlínis, í þá átt að innræta börnunum
gott og kristilegt siðferði; en eiginlega kristindóms/rœðsbí, út-
skýringu á höfuðatriðum trúarinnar, geta þau vanalega ekki
veitt, sizt svo að hún sé við barna hæfi.
Trúarbragðafræðslan á heimilum upp til sveita byrjar
vanalega undir eins og börnin eru orðin nokkurn veginn staut-
andi, — ég segi ekki lœs, því að hér á landi eru svo fjölda-
margir menn, sem aldrei verða þolanlega læsir, þótt skýrslur
segi annað —, en þegar þau eru orðin stautandi, svo að þau
geti nokkurn veginn hjálpariaust komist fram úr algengu,
fremur léttu máli. Éá er fengið handa þeim lærdómskver.
Stundum er þetta gert, áður en börnin geta komist fram úr
því sjálf, einkum ef að lestrarkenslan hefir verið vanrækt, svo
að barnið kannske er komið undir fermingu, áður en það