Kennarablaðið - 01.01.1900, Page 6

Kennarablaðið - 01.01.1900, Page 6
54 ár, og komist þangað, sem það ekki á neinn kost á að læra bibliusögur, þá er auðsætt, að það fær aldrei neina hugraynd um frásögurnar úr gamla testamentinu, og er kannske þar að auki orðið dauðleitt á að staglast á hinum. Annað, sem ef til vill mætti finna þessu fyrirkomulagi til foráttu, er það, að það gerir nokkru meiri kröfu til kenn- aranna, heldur en sú aðferð, sem nú tíðkast. Það skal ég játa, að það kostar meiri undirbúning að eiga að segja börn- unurn sögurnar, heldur en hitt, að hafa fyrir sér kenslubókina og hlýða yflr eftir h’bnni, og það útheimtir lika meiri kennara- hæfllegleika að gera það, svo í lagi sé. En það er ég líka viss um, að kennarar munu alment ekki telja eftir sér þessa auknu fyrirhöfn, þegar þeir sjá, hve miklu ánægjulegra starflð verður á þennan hátt; og hitt þykist ég líka sannfærður um, að undir eins og menn eru komnir yflr fyrstu tilraunirnar, muni þeim engin vandræði verða úr að geta sagt sögurnar svo, að börnin hafl ánægju og full not af. Það eru einkum tvö sker, sem í því efni er áríðandi að varast. Hið fyrra er það, að vera of „lærður“, og það er það skerið, sem flestum viðvaningum hættir við að flaska á; en þetta hefnir sín svo fljótt og svo átakanlega, að menn munu bráðlega geta, lært að forðast það. Skilningsleysi og eftirtektarleysi barnanna mun fljótt gefa kennaranum fulla ástæðu til að hugleiða vandlega, hvort hann sé ekki sjálfur sök í þessu. Hitt skerið, sem færri munu reka sig á, er það, að vera um of barnalegur eða „plat“; hafl menn tilhneigingu til þessa, munu afleiðingar þess einnig brátt koma í ljós, því að börnin flnna vel, hvað að er, og þau munu þá hvorki geta né kæra sig um að sitja stilt og alvai- leg, er þau sjá og heyra, að kennarinn er svo fram úr hófi barnalegur, ef til vill hlægilegur. Að sjálfsögðu verða menn þó í þessu efni að fara mikið eftir því, á hverju reki börn- in eru. Að hverju á biblíusögunámið að stefna? Hvert er tak- markið? Eins og áður er á vikið, er aðaltakmark allrar krist- indómsfræðslu þetta, að lífga og glæða sanna og lifandi trú hjá börnunum, að stuðla að því, að þau geti orðið kristnir

x

Kennarablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.