Kennarablaðið - 01.01.1900, Qupperneq 7
55
menn í þessa orðs sannasta skilningi. Að þessu takmarki á
einnig biblíusögunámið að stefna. Að vísu á það, eins
og hvert annað sögunám, bæði að auðga barnið að þekk-
ingu, temja ímyndunaraflið og skerpa skilninginn. En fremur
öllu öðru á það þó að ná til tilfinninganna og viljans. Allar
góðar og göfugar tilfinningar hjá barninu geta fengið ríkulega
næringu við samræður um biblíusögurnar. Það er ekki til
sú góð tilfinning, sem þær gefi ekki nóg tilefni til að glæða,
og það er ekki til nokkur ill tilflnning eða vond tilhneiging
hjá barninu, sem þær gefi ekki tilefni til að kæfa niður. Par er
skýrt frá eftirbreytnisverðum persónum, og laun dygðarinnar
koma þar svo ljóslega fram, að þau eru hverju barni auð-
skilin. Þar er einnig skýrt frá vondum mönnum, og hegn-
ingin, sem þeim mætir, stendur þar til viðvörunar fyrir þá,
sem verða fyrir sömu freistingum og hafa sömu tilhneigingar.
Sé alt þetta athugað og vel útskýrt, þá mun ekki hjá því
fara, að biblíusögunámið verði börnunum til sannrar og var-
anlegrar blessunar, og sérstaklega að það undirbúi jarðveg
hjartna þeirra undir hinn eiginlega sáðtíma, sem upprennur,
þegar þau byrja á kristilegu barnalærdómsbókinni. Og það
á það að gera. Það á að vera undirstaða trúarbragðafræðsl-
unnar, og það er þess vegna nauðsynlegt bæði að biblíusögu-
nárnið gangi að minsta kosti að miklu leyti á undan kver-
kenslunní, og að það standi í nánu sambandi við hana. En
þetta getur það því að eins gert, að biblíusögurnar séu ekki
kendar einungis eða mestmegnis til fróðleiks eða til að auka
sögulega þekkingu barnanna, heldur sé það jafnan haft hug-
fast, að þær eru fyrst og fremst meðal, sem notað er til að
undirbúa hjörtu þeirra, svo að þau verði móttækileg fyrir
meiri og djúpsettari áhrifum, og að æfa og styrkja skilning-
inn, svo að þau verði fær um að draga almennar ályktanir
út frá þeim sérstöku a.tburðum, sem skýrt er frá í biblíusög-
unurn.
Ýmsir halda því fram, að kristindómsfræðslan ætti helzt
að byggjast eingöngu á bibiíusögunámi, að lærdómsbókinni ætti
alveg að sleppa, en útleiða trúfræðissetningarnar úr bibíiusög-