Kennarablaðið - 01.01.1900, Page 8
56
unum, og það er líklegt, að þetta væri ailra heppilegast, efað
hægt væri að kom því á. En það er mjög svo erfitt vegna
þess, að það gerir of strangar kröftir til kennaranna. Með
þeirri mentun, sem barnakennarar alment hafa, — ég tala ekki
um hér á landi, heldur yfir höfuð —, er það flestra ofurefli að
útleiða trúfræðishugmyndirnar úr biblíusögunum og setja þær
í rétt samband innbyrðis. Hitt er nnnað mál, að þegar trú-
fræðishugmyndirnar liggja svo á yfirborðinu, að ekki þarf að
leita lengi til að finna þær, þá er sjálfsagt, að kennarinn bendir
börnunum á þetta. * Á þann hátt læra þau smátt og smátt að
þekkja fleiri og fleiri þesskonar hugmyndir. En hér verða menn
að gæta sín vel, að þeir ofþyngi ekki börnunum; þetta er
nokkuð alveg nýtt fyrir þau, og má því ekki fara langt út í
það til að byrja með. En sé gætilega og skynsamlega að
þessu farið, getur það þó orðið til þess, að börnin komi að
kunnugu efni, þegar þau fara að læra kverið, og þá verður þeim
geðfeldara að fá meiri fræðslu um það.
Þegar svo til kverkenslunnar kemur, liggur fyrst og aðal-
lega fyrir þessi spurning: Hvernig eiga börnin að læra það?
Eiga þau að læra það alt utanbókar eða ekki ? Sumstaðar þar
sem menn eru langt á veg komnir í alþýðumentun, eru þau
látin læra það alt utanbókar, þannig t. d. í Svíþjóð, þó ekki
svo að skilja, að mest áherzlan sé lögð á utanbókarlærdóminn.
Sumstaðar aftur á móti, eins og t. d. í Danmörku,. eru þau
að eins látin iæra fræðin og ritningargreinarnar, en kynna sér
hitt, svo að þau geti stuðst við það. Yflr höfuð er fremur
lítil stund lögð á kverkenslu í Danmörku, en því meiri á biblíu-
sögunám. Orsökin til þess er ef til vill sú, að Dani hefir alt
til þessa vantað góða kenslubók í kristindómi. Það er altítt
í skólum upp til sveita í Danmörku, að börnin hafa biblíusögur
nærfelt á hvérjum degi, en yflr kverið er farið á 2—3 mán-
uðum á undan prófi, og það að eins með efsta bekk. Frá
þessu skýri jeg ekki vegna þess, að ég ætlist til, að því verði
þannig hagað hér á landi, og það af þeirii ástæðu, að vér get-
um ekki bygt eins mikið á biblíusögunáminu, eins og menn
gera þar, vegna þess að hér skortir víða góða kenslu, En að