Kennarablaðið - 01.01.1900, Blaðsíða 9

Kennarablaðið - 01.01.1900, Blaðsíða 9
57 því er utanbókarlærdóminn snertir, get ég ekki séð, að nein ástæða sé til að binda sig fast við hann, ef að menn á annað borð finna, að mögulegt er að komast af án hans. Hann eykur þá að eins óþarfa fyrirhöfn, eyðir tíma og gerir börnun- um námið leiðara. En svo er spurningin: Er hægt að komast af án hans? Ég tek það nú strax fram, að þeir eru færri, sem vilja afnema allan utanbókarlærdóm. Fræðin og vissa ritningarstaði, jafnvel flestar eða allar ritningargreinar, sem i kverinu standa, munu flestir álíta, að læra eigi utanbókar. En er það nóg? Ég vildi óska, að þessari spurningu mætti svara játandi án frekari athugasemda; en eins og ég strax skal sýna fram á, er það mjög varúðarvert. í barnaskólunum, þar sem börnin eru stöðugt undir hendi kennara, sem bæði veitir þeim tilsögn og hefir eftirlit með ástundun þeirra utan skólans, þar hygg ég að ekki þurfi að leggja svo mikla áherzlu á utanbókarlær- dóminn; í öllu falli væri það víst hepppilegra, að hann væri ekki álitinn aðalatriðið, eins og nú á sér stað hér á landi. Eða hví skyldi það ekki geta gengið hér eins og í skólum annarsstaðar, að kenna kristindóm, svo að börn hafi full not af, án þess að láta þau læra- alt kverið utanbókar? Af barnanna hálfu sé ég ekki neitt, sem geti verið því til fyrirstöðu. íslenzk bör'n eru að eðlisfari engu ógreindari eða skilnings- minni en jafnaldrar þeirra t. d. í Dannrörku. En kennararnir? Eru þeir þá svo færir, að þeir geti tekið að sér að útskýra fyrir börnunum höfuðatriði trúarinnar, án þess að börnin séu iátin læra þessar útskýringar utanbókar? Til kennaranna við skolana ber ég svo mikið traust, að ég hygg að þeir mundu geta það, ef að þess væri krafist. Fyrst er nú það, að þótt börnin læri ekki alt kverið utanbókar, þá hafa þau það samt S6m áður til stuðnings. Og svo er það aðgætandi, að kennar- inn kemst af með jafnmikla trúarbragðaþekkingu, þótt þessi aðferð sé við höfð. Sá kennari, sem vel getur útskýrt kverið nú, hann getur það þekkingarinnar vegna eins vel, þótt hann kenni það ekki utanbókar. Útskýringin þarf ekkert að ganga dýpra fyrir því. En hún þarf að yera f öðru formb í stað

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.