Kennarablaðið - 01.01.1900, Page 13

Kennarablaðið - 01.01.1900, Page 13
61 minnist á —, þurfi allítarlegra skýringa við, svo að það geti komið að fullu haldi. En þótt eigi sé litið a annað en það eitt, að bækurnar eru ódýrar, en hafa þó að geyma einhver helztu gullkornin úr forníslenzkum bókmentum, þá mun það nægilegt til þess, að þeim verði vel tekið. Fornaldarsögur Norðurlanda og sérstaklega Edda munu vera i tiltölulega fárra manna höndum út um landið, og mun það því víða. koma sér vel að fá saman dregin í eina heiid þau atriðin úr bókum þessum, sem skemtilegust og fróðlegust eru. Svar íil „'Verði ljóa!" í tilefni af ummælum nokkrum í nóvemberblaðinu af „Yerði ljós!“ þar sem minst er á biblíusögurnar, sem út komu i sumar, vil ég leyfa mér að gefa eftirfylgjandi skýringar. Það var eftir nákvæma yfirvegun, að ég setti í formál- ann fyrir biblíusögunum þessi orð: „Fyrsta árið mætti t. a. m. kenna það af gamla testamentinu, sem prentað er með stóru letri, annað árið nýja testamentið á sarna hátt“ o. s. frv. Ég var sem sé og er enn þá mjög hræddur um, að hér hjá oss sé enn ekki kominn tími til þess að hverfa frá gömlu aðferðinni: að láta börnin læra gamla testamentið á undan hinu nýja. Að vísu efast ég ekki um, að það megi vel takast, þar sem börnin ganga í skóla og njóta kenslu hjá nýtum og æfðum kennara. En ég efast stórlega um, að heimilin séu alment fær um að kenna börnunum nýja testamentið til nokk urs gagns, hafi þau eigi fyrst fengið yfirlit yfir hið garnla. Því óneitanlegt er það, að oft hlýtur kennariun að hverfa aftur í tírna hins garnla sáttmála, til þess að geta gert börn- unum skiljanleg ýms atriði í nýja testamentinu. Þetta var það, sem vakt.i fyrir mér, þegar ég ritaði hin áminstu orð; það var óttinn fyrir því, að slá fastri nýrri kensluaðferð, sem ég álít að sé ótímabær enn þá víðast hér á landi. Aftur á móti væri það mjög mikill misskilningur, ef menn

x

Kennarablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.