Kennarablaðið - 01.02.1900, Page 4
68
eins ávaxtasaraari, heldur en hún er nú. Þetta eru ekki
getgátur einar, bygðar í lausu lofti; það er sannieilcur stað-
festur af reynslu annara þjóða, og hann á eins við hór sera
þar, því að börnin eru börn þar eins og hér, með sörau barns-
legu tilfinningunum og sama barnslega eðlinu eins og íslenzku
börnin. Pað er nokkuð, sem engum nú orðið keinur til
hugar að efast um, að utanbókarlærdómurinn hefir í sjálfu
sér mjög litla þroskandi eða uppaiandi þýðingu, og þess vegna
eru menn stöðugt *að útrýma honum alstaðar þar, sem eitt-
hvað betra er hægt að setja í staðinn, eitthvað, sem æfi
krafta barnsins og skerpi skilning þess. Og með tilliti til
kristindómsfræðslunnar á þetta eigi síður við. Kristindómurinn
er líf, en ekki kenning. En á meðan kristindómsfræðslan
aðallega er innifalin í utanbókarlærdómi, þá er auðsætt, að
áherzlan er meira lögð á kenninguna, en á hinn lifandi og
lífgandi kristindóm.
En þrátt fyrir þetta er þa.ð þó að mínu áliti mjög við-
sjárvert að fara langt í þessu efni að svo komnu hér á landi.
Það er heldur eigi við því -að búast, að hægt só að taka alt
í einu stökki. Vór verðum að feta oss áfram, og ég hefi
tekið það fram, að skólarnir muni hér hættulaust geta stigið
fyrsta sporið. En þar á móti er óg mjög hræddur um, að
kristindómsfræðslunni yfir höfuð mundi mikil hætta búin, ef
að þetta væri innleitt alt í einu og alment, einnig þar, sem
heimilin verða að annast um kristindómsfræðsluna. Ég hlýt.,
því miður, að efast um, að þar mundi nokkuð betra koma í
staðinn, þótt utanbókarlærdómnum væri kastað fyrir borð að
miklu leyti. Að vísn skal ég játa það, að ég ber það traust
til sumra heimila, að þau mundu ekki vanrækja starf sitt
fyrir því. En víða, jafnvel víðast, hvar, mundi það verða að
meira eða minna leyti vanrækt, sumstaðar af áhugaleysi og
þó enn víðar vegna vankunnáttu. Éess er eigi heldur að
vænta, að heimilin geti alment og sizt alt í einu tekið að
sór og leyst viðunanlega af hendi það starf, sem æfðum kenn-
urum þykir fullþungt. Árangurinn af siíkri nýbreytni mundi
verða verri en ekki neitt; og hvað sem annars má segja um