Kennarablaðið - 01.02.1900, Side 7

Kennarablaðið - 01.02.1900, Side 7
71 að þjóðin, sera kensluna á að þiggja, gerir Það ekki sjálf, Þá verður að gera það fyrir hana. Það er veitt svo raikið af opinberu fé til urngangskenslu, að það er ekki nema sanngjarnt, að allnákværat eftirlit só haft með því, hverjir það fá. Menn munu ef til vill segja, að þeir, sera sérstakrar kennarament- unar hafa notið, séu ekki betri kennarar en aðrir. En þessi dómur er bji'gður á fávizku og skammsýni. Það er auðvitað, og því raótmælir víst enginn, að meðal þeirra kunni að finn- ast menn, sem eru iélegri kennarar en ýmsir hinna. En hvers vegna? T öllu falli er það ekki af þeirri ástæðu, að þeir hafa fengið sérstaka kennaramentun. Hefðu þeir ekki fengið hana, mundu þeir vera enn þá ónýtari, eins og líka hinir mundu vera enn þá betri, ef að þeir hefðu gengið á kennaraskóla. Að öllu öðru jöfnu er sá, sem notið hefir sérstakrar kennara- fræðslu, hæfari til að gegna starfi sínu sem kennari, en hinn, sem ekki hefir notið hennar. Þetta er aðalatriðið, og það er nokkuð, sem enginn getur með rökum mótmælt, og sem eng- um skynberandi manni heldur kemur til hugar að mótmæla. Engin ástæða er heldur til að ímynda sér, að það sé úrhrakið, sem sækir kennaraskólánn; að minsta kosti er lítil ástæða til að halda því fram, á meðan menn verða að gera það af áhuga einum. Þeir sem þangað koma, eru án efa menn með kennarahæfilegleibum í góðu meðallagi til jafnaðar, og líka má telja það víst, að flestir þeirra hefðu orðið kennarar, þótt þeir eigi hefðu farið þangað. Ég hlýt að biðja menn afsökunar á því, að ég komst dálítið burt frá aðaleíninu. Það, sem ég vildi sagt hafa, var þetta, að vér þurfum að kosta kapps um að vanda sem bezt til barnakennarastöðunnar. Undir því er beill þjóðarinnar í mentaiegu tilliti að svo miklu leyti komin. Það er svo margt sem í því efni þarf að laga, og þjóðin er enn þá svo skamt á veg komin, að full þörf er á því að þeir, sem að einhverju leyti ætla sér að verða leiðtogar hennar, fái sem beztan undir- búning. Þannig einnig að því er kristindómsfræðsluna snertir. Yér stöndum einnig þar alllangt að baki flestum öðrum ment- uðum þjóðum, og þurfum því að gera alt, sem í voru valdi

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.