Kennarablaðið - 01.02.1900, Side 13

Kennarablaðið - 01.02.1900, Side 13
77 því að þær eiga að vera prestunum til aðstoðar að því er uppfræðingu ungmenna snertir. Ég býst við, að komið verði með þá mótbáru, að erfitt mundi að koma á sunnudagakenslu her á landi, sérstaklega upp til sveita, þar sem strjálbygðin er mest. Skal ég fúslega játa, að á því geta miklir örðugleikar verið, einkum að vetrar- laginu; en á suinrum ætti það ekki að vera með öllu ókleyft. Óskandi væri, að einhver mér færari vildi skrifa um þetta þýðingarmikla mál i „Kennarablaðinu." Ættum vér síðan að vakna með vorinu, ekki til að skrifa um málið, heldur til framkvæmda. Sveitakennari. íglcnjFto Íílcnnaraiélaq. Éað var stofnað 23. febr. 1889. Stofnendur þess voru um 20 að tölu, en á fyrsta aðalfundi þess (í júlí s. á.) bættust þegar 22 nýir félagsmenn \ ið. Fyrstu árin var útlitið gott. Meðlimum fjölgaði stöðugt, og voru þar á meðal ýmsir sveita- kennarar bæði úr nálægum og fjarlægum héruðum. En áhuginn minkaði brátt. Menn hættu að sækja fundi, hættu að borga tiilög sm og fóru síðan smátt og smátt að týnast úr félaginu; sumir sögðu sig úr því, aðiir flæmdust úr því vegna skulda. Nú telur félagið að eins 30 meðfimi, og þar á meðal nokkra, sem alls eigi fást við kenslu eða eru neitt sérstak- iega við kensl'umál riðnir. Af þessurn 30 eru 23 búsettir í Reykjavík og þar í nágrenninu. En þrátt fyrir þetta hefir þó félagið sjaldan haldið fundi nú á síðustu árum, vegna þess að of fáir hafa mætt til þess að fundarfært gæti orðið. Stund- um hefir jafnvel ársfundur fallið niður af þessari ástæðu. í 1. grein félagslaganna er skýrt frá tilgangi féiagsins. Hún er a þessa leið: „Tilgangur féiagsins er að efla mentun hinnar íslenzku þjóðar, bæði alþýðumentunina og hina æðri mentun, auka

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.