Kennarablaðið - 01.05.1900, Side 5
117
ríkisins hálfu. Yflrleitt toh gera. ráð fyrir alt að 500 kr.
kostnaði á ári. Margir þurfa meira, en ýmsir komast þó af
með nokkuru minna.
Meiri hluti nemenda fær styrk, 100—300 kr. á ári, sem
veittur er af ríkissjóði og úthlutað eftir tiilögum skólastjóra.
Yið styrkveitinguna er aðallega tekið tillit til fjárhagsástands
nemenda, en þó einnig til kostgæfni og hegðunar. Fáir af 1.
bekkjar piltum verða styrks þessa aðnjótandi.
Sumir nemendur njóta auk þessa styrks af ýmsum styrktar-
sjóðum, sem einstakir menn hafa stofnað í þeim tilgangi að
létta fátækum piltum aðgang að námi.
ílennarafcfaijiÖ og sveifafiennararnir.
í 5. tölubl. „Kennarabl." stendur grein um „hið íslenzka
Kennaraféiag." Þar er ekki annars getið en að það kosti
jafnt fyrir alla að vera í því. En í því atriði er ég mjög
gagnstæðrar skoðunar, og hefir það komið mér til að taka
mér penna í hönd í þetta sinn.
Mér virðist það vera markmið áðurnefndrar greinar að
útbreiða Kennarafélagið sem mest út um landið, og væri
þess víst sannarleg þörf. En það er miklu auðveidara að tala
þetta en að framkvæma það. í greininni stendur meðal ann-
ars, að gjöld þau, sem meðlimir félagsins þurft að greiða, séu
varla teljandi, „að eins 2 kr. á ári. Og til þess að félags-
menn hafl enn síður ástæðu til að sjá eftir þeim, fá þeir
„Kennarabl." ókeypis." Er þetta nú nákvæmlega reiknað
fyrir alla kennara út um landið? Setjum svo, að Jón um-
gangskennari í Yesturdölum í Skagafjarðarsýslu viiji verða með-
limur Kennnarafólagsins. Ilann skrifar kennurunum í nær-
sveitunum og spyr þá, hvort þeir vilji mjmda deild með sér.
Þeir svara flestir á þá leið, að þeim geti ekki komið til hugar
að ganga í Kennarafélagið að svo stöddu; þeir hafi enga vissu
fyrir því að halda atvinnunni lengur en í vetur, þeim ha.fi
verið veitt hún af náð og með því skilyrði, að þeir settu