Kennarablaðið - 01.05.1900, Side 9
121
Orðugleiíiar og úrrœði.
Eins og oft hefir verið tekið fram, er margt því til fyrir-
stöðu, að umferðakenslan í sveitunum geti komið að veruleg-
um notum, svo sem strjálbygð, fátækt landsmanna, hirðu-
leysi foieldra og húsbænda barnanna, mentunarleysi kennar-
anna, félagsleysi og umsjónarieysi með kenslu yfir höfuð. Með
línum þessum vil jeg ieyfa mér að fara örfáum orðuro um
hvern þessara örðugieika, sem auðsjáanlega hljóta að standa i
vegi fyrir framförum æskuiýðsins, og síðan koma, fram með
tillögur nokkrar til umbóta á ástandinu í þessu efni.
Strjálbygðin er og verður sjáifsagt lengst af lítt sigran-
iegur örðugleiki í flestum sveitum. Af henni leiðir það, að
kennararnir verða að vera alt of víða, og geta þvi ekki dvalið
nema stuttan tíma á hverjum stað; verður kenslutími hvers
einstaks nemanda þar af leiðandi alt of stuttur. Úr þessu
verður að bæta með því að safna böi-nunum saman, svo sem
ástæður frekast leyfa, og mætti án efa gera meira að því en
gert er.
Fátækt landsmanna stendur og alþýðumentuninni mjög
svo fyrir þrifum; hefir fátæktin löngum verið fylgikona vor ís-
lendinga, og er enn eigi fyrirsjáanlegt, að anuað muni verða i
framtíðinni. En eigi ætla óg það fátækri þjóð ráðlegt að
leggja árar í bát, að þvi er mentamál snertir; mundi það án
efa borga sig illa. Úr því sem gera er, teldi ég heppilegast,
að framfærslusjóðum yrði komið á fót, í þeim tilgangi að
manna og menta fátæk börn.
Til að koma í veg fyrir þriðja örðugleikann, sem sé hirðu-
leysi foreldra og yfirboðara, ættu þeir, sem hafa umsjón með
barnakenslu, rækilega að brýna fyrir mönnum nauðsyn og
nytsemi kenslunnar, og það strax á haustin, áður en umferða-
kenslan byrjar.
A mentunarleysi kennaranna væru auðráðnar bætur, ef
að kennarar annars hefðu vilja á að nota hina framboðnu
mentastofnun, nefnilega kennaraskólann í Flensborg. Hirðuleysi
kennara með að sækja hann stendur mentun þeirra aðallega