Kennarablaðið - 01.05.1900, Qupperneq 11

Kennarablaðið - 01.05.1900, Qupperneq 11
123 tilefni til að ræða það, vil ég að endingu bera fram tillögur þessai’: 1. að kenslumál séu árlega rædd í heyranda hljóði á safnaðar- fundum eða haustfundum. 2. að ráðning kennara fari fram að honum sjálfum við- stöddum. 3. að nefnd sú, er kennarann ræður, útvegi honum vegabréf. 4. að sóknarnefndir hafi stöðugt eftirlit með kenslu, hver í sinni sókn. 5. að tornæmum börnum sé séð fyrir löngum kenslutíma. 6. að sjóðum só komið á fót til eflingar sveitakensiu. Sveitakennari. jílennararnir 03 6indindismálið. Það er eigi tilgangur vor með línum þessum að prédika bindindi fyrir mönnum. Pað starf liggur fyrir utan verksvið „Kennarabl.11 Margir kennarar í öðrum löndurn starfa að vísu öfluglega að útbreiðslu bindindismálsins; en eigi verður sagt, að það sé kennarastarfl þeirra beinh'nis viðkomandi. Og hins vegar er heldur engin vissa fyrir því, að þeir, sem það gera, séu yfirleitt betri kennarar en aðrir. Að sjálfsögðu verður þó „Kennarabl." að halda fram þeirri skoðun, að óreglumenn, sem þrásinnis drekka sig drukna, og sem jafnvel eru druknir eða meira og minna „rykaðir" í kenslustundum, séu óhæfir til að vera kennarar, og munu flestir, hvort sem þeir ern bindindismenn eða ekki, vera oss samdóma í því. En það, sem vér vildum gera að umtalsefni voru, var þessi spurning: Hvað eigum vér að kenna börnunum um áfengið? Hverja afstöðu eigum vér að taka gagnvart áfengis- nautninni, þegar vér tölum urh hana við börnin? Yér göngum út frá því sem sjálfsögðu, að flestir kenn- arar verði að gera sér þetta mál fyllilega Ijóst. Ýmsar náms- greinar gefa beinlínis tilefni til að tala um það, svo að ekki er auðið að komast hjá því. Og þótt svo væri, þá hlýtur þó

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.