Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 1

Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 1
PLÓGUR LANDBUNABARBLAÐ „Bóndi er búst61pi.u „Bú er landsstólpi.u III. árg. Reykjavík 23. maí iqoi. Jú 4. A9 rétta við landbúnaðinn, x. Búnaðarskólarnir. Eg sé það nú í Þjóðólfi, að á þingmálafundi Ar- nesinga hefur komið fram sú til- laga (frá ritstj. og alþm. Hannesi Þorsteinssyni) að koma búnaðar- skólunum undir eina stjórn, (þ. e. Búnaðaðarfélags ísl.) og tillagan hefur verið samþykkt. Eg get ekki betur séð, en vel færi á, að þingið samþykkti slíkt, og að bún- aðarskólunum yrði betur borgið eptirkiðis, ef Búnaðarfélag lands- ins annaðist um þá. Aður hefur Plógur flutt lesend- um sínum samtal um búnaðarskól- ana o. fl., eptir „Pétur og Pál‘\ og verð eg nú stöðu minnar vegna að láta í ljósi afdráttarlaust skoð- un mina í þessu þýðingarmikla landbúnaðarmáli. Fyrir 20 árum, þegar saga bún- aðarskólanna hófst, var í mörgu Öðruvísi háttað í landinu, en nú er. Þá var lítið um framkvæmdir í jarðabótum, og fáir sem gátu leyst þær af hendi; í landinu fáeinir bú- fræðingar, frá skólum í Noregi. Og áhugi manna á jarðrækt var. þá lítill. Til þess að auka áhuga bænda á jarðræktinni og þekkingu, voru skólarnir stofnaðir. Mönnum kom ekki þá saman um, hvort heldur ætti að stofna 1, 2, 4, eðajafnvel I skóla i hverri sýslu. Þeir, sem álitu þörf á mörgum skólum, gengu út frá því, að skólarnir væru að mestu leyti verklegar stofnanir, að bóklega fræðslan væri lítil, en að- aláherzlan lögð á það verklega, og með því fengist á tiltölulega stutt- nm tíma margir ungir menn, sem gætu staðið fyririr venjul. jarða- bótum og útbreitt þannig verkl. þekkingu. En þeir, sem vildu fáa skóla, r eða 2, lögðu aðaláherzluna á bók- fræðsluna í skólunum, vildu sumir ir stofna strax I fullkominn vísinda- legan búnaðarskóla. Niðurstaðan varð sú, sem kunnugt er, að skól- arnir urðu 4, einn í hverju amti. Eg fyrir mitt leyti álít að það hafi verið hyggilegast til að byrja með. En nú er „öldin önnur". Nú má fara að líta í kring um sig, hvort ekki sé affarasælla að breyta bún- aðarkennslufyrirkomulaginu. Flest- ar stofnanir þurfa að taka ýmsum bótum og breytingum, jafnframt því sem ástæðurnar og tímarnir breytast, ella er hætt við, að þær

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.