Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 7

Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 7
3i Hvað þvi við víkur, að hrossin verði fótaveik af að standa á taðbing, álít eg vafamál. En þó þori eg ekki neitt um það að segja. Dýralæknirinn er íærastur um að skera úr því. Þá er að minnast á slétturnar. Höf. heldur sig hafa uppgötvað orsakir til þúfnamyndunar. En því er ekki að heilsa. Háhryggjuð beð (kúptu beðin, sem höf. talar um) eru að mörgu leyti verri en lítið eitt bogamynduð beð, sem nú eru farin að tíðkast í seinni tíð. Það er niiklu fljótara verið að slá, raka og hirða hey i lítið kúptum beðum en háhryggjuðum, og lengur er verið að gera háhryggjuðu beðin, en þau sem flatari eru. Að háhryggjuð beð séu vörn gegn þúfnamyndun, er blátt áfram sagt á- stæðulaus tilgáta hjá höf — Og það er vafasamt, að nokkur ráð séu til þess að koma í veg fyrir myndun þeirra í sléttum, sem ekki eru plægð- ar upp að öðru hvoru, t. a. m. einu sinni á hverjum io árum. En vissa er fyrir því, að sléttur þýfast mismun- andi fljótt, eptir því hve vel þær eru gerðar. Sléttur, sem unnar eru með handverkfærum aflagast miklu fyr en þær, sem unnar eru með plóg og herfi. Þó má geta þess, að með yfirlegu má stinga jarðveginn og mylja eins vel með skóflu og plógur og herfi gerir i höndum þeirra manna, sem ekki kunna til þeirra verka, eða láta sér á sama standa, hvernig verkið er af hendi leyst. En ef gengið er út frá því, að jafnmikil vandvirkni sé við höfð, hjá þeim sem vinnur með handverktær- Um og hinum, sem notar plóginn, þá ór það víst, að plógurinn og herfið gera mögulegra að leysa slétturnar svo vel af hendi án mikillra tafa, að Þær ekki þýfist eptir fá ár. Aðalatrið er, að undirbúa slétturn- ar vel, ella ganga þúfurnar aptur ept- ir tiltölulega stuttan tíma. Það þarf að plægja eða pæla niður fyrir alla þúfnabotna jafnt; sjá um, að plægju- botninn, eða stungubotninn (ef stung- ið er) sé allur jafn og gulftalaus, og Iausa moldi#i (jörðin sem plægð er og mulin) öll jafn laus og mulin, ekkió- muldir kekkir innan um eða plóg- strengir, því annars misslgur moldin, og sama verður ofan á, ef lautir og mishæðir eru í grundvellinum undir lausu moldinni (plægjubotninum) þá missígur moldin og vatn staðnæmist í lautunum, og er það fyrsti vísirinn til þúfnanna. Þess þéttari sem jarðvegurinn er, sem sléttaður er, þess fremur rtður á að vinna hann vel, þvt 1 lausumjarð- veg, sendinni jörð, myndast ekki þýfi aðmun; vatnið heldursér ekkit henni, en það er aðalorsökin til myndunar þúfnanna, hvermg sem á er litið. Jafnframt því sera þarf að undir- búa slétturnar, eins og áður er bent á, þarf að fjarlægja vatnið úr jarðv. Sannreynt er, að laust vatn í jörðinni er ávallt til skaða, ekki einasta í til- liti til þess að þýfið ekki myndist, heldur með tilliti til grassprettunnar. Þetta lausa vatn, sem eg nefni jarð- botnsvatn, tná ekki standa of hátt í í «jarðveginum. Það má helzt ekki vera minna en 2*/»—3 fet niður að vatnsfletinum (sbr. um vatnið í jarðv. á öðrum stað í þessu blaði). Þegar um túnm er að ræða, sem venjulega eru meira eða minna þur frá náttúrunnar hendi, (djúptniður að jarðbotnsvatninu) má láta sér nægja að hafa djúp ræsi á milli beðanna, og fer dýpt þeirra og breidd á beðunum eptir jarðvegsgerð, halla, o. s. frv., sem hér yrði oflangt mál að skýra frá. Þess mjórri sem beðin eru, og rennurnar dýpri, þess dýpra verður niður að jarðbotnsvatninu. Ef jörðin er laus og halli góður, má ekki hafa djúpræsi eða mjó beð, því þá getur

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.