Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 2
26 dagi uppi eins og gömlu nátt- tröllin. Það er ekkl langt síðan, að einn góðan veðurdag uppgötvaðist það, sem enginn hafði talað um áður svona „beint út úr pokanum" að engin íslenzk bíifræði vœri til. — „Já, engin íslenzk búfræði til“ var sungið í hverju horni. Og það þótti mögum kynlegt að tarna, þar sem 4 húnaðarskólar höfðu í sjálfu landinu útskrifað þá um 2—300 pilta, sem kallaðir voru búfræðing- ar, og fáir gert athugasemd við þann titil. Það var ekki laust við, að ýmsir meiriháttar búmenn og bændur litu svo á, að þýðingar- laust væri að senda unga menn á þá skóla, sem kenndu útlenda bú- fræði. Og nú var það auðráðin gáta, sem mörgum hafði áður geng- ið erfitt að leysa úr, hvers vegna allir búfræðingar sköruðu ekki fram úr í búskapnum. En til voru þeir, sem brostu í kampinn, þegar þeir heyrðu talað um ísl. búfræði. Þeir höfðu aldr- ei heyrt talað um t. d. norska, franska eða rússneska búfræði. Þeir voru svo grunnhyggnir, að þeir héldu að búfræðin væri alheims vísinda- grein, með auðvitað mörgum og mikilvægum breytingum fyrir hvert land, eptir hnattstöðu þess o. fl., alveg eins og t. d. læknisfræði er ög jafnvel fl. fræðigreinar. En hvað sem þessu líður, er það víst, að margt þarf að rannsaka í landinu, sem er undirstaða þess, að geta fært sér gróða þess í nyt. Það þarf t. d. að rannsakaýms- ar áburðartegundir, sjá að hverju leyti þær eru frábrugðnar t. d norskum eða dönskum áburðarteg. því í hverju landi getur mismunur á þeim verið nokkur. Sama er að segja um fóðurjurtir o. fl. Grund- vallarvísindin eru þau sömu, sem búnaður hvers lands byggistvá, en það verður að haga verklegu fram- kvæmdunum nokkuð ólíkt eptir ýmsum staðháttum í hverju landi. Vér ísl. verðum t. d. að rækta aðrar jurtateg. en Danir, og haga húsdýraræktinni á annan veg. En þó er grundvallarþekkingin á hús- dýrum og jurtum sú sama, en þess- ar tvær greinar eru það, sem að- allega heyra undir þá fræðigrein, sem búfræði nefnist. Af því að margt er öðru vísi háttað hér á landi en t. d. í ná- grannalöndunum, þarf margt og mikið í búskapnum að byggjast á innlendum, vísindaleguni rannsókn um, samfara verklegri reynslu. Þarf því að stofna hér fullkominn búnaðarskóla, með efnarannsóknar- stöð og gróðrarstöð, sem stæði svo í sambandi við fl. smærri til- raunastöðvar á ýmsum stöðum í landinu. Ein tilraunastöð í land- inu gerir lítið gagn, hún sannar að eins, hvaða jurtir þrífist á þeinr stað sem hún er, en ekki hvaða jurt getur þrifizt t. d. norður á Ak- ureyri eða fram til dala. Að hafa einn góðan búnaðar- skóla fyrr allt land álít eg nóg. En verklegar kennslustofnanir, eða

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.