Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 4

Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 4
28 kvarta undan opinberu gjöldunum, ekki einusinni „prestgjaldinu" 1 — sem mörgum sýnist vera orðið meinilla við, svo illa, að þeir vilja koma því á landssjóðinn til þess að mega borga það tvöfallt!! Yf- ir höfuð er Páll ánægður með líf- ið, enda hefur hann ástæðu til þess, þvi kona hans gerir allt, sem hún getur til að létta undir hinar ýmsu byrðar lífsins og er sambúð þeirra hin bezta; þau eiga 4 börn, sem öll eru hin mannvænlegustu. Páll fylgist vel með gangi hinna pólitísku mála, en ekki hetur hann enn þá öðlazt þá „æðri og betri þekking", sem útheimtist til þess, að geta fallið fram og tilbeðið bakdyrasendil dönsku stjórnarinn- ar, hinn íslenzka „Efíaltes". Pall er þeirrar skoðunar, að fyrsta stig- ið til þess að rétta við landbún- aðinn á íslandi sé það, að bænd- ur reyni að hjálpa sér sjálfir, spila upp á eigin spítur, og að öll fjár- framlög frá því opinbera til ein- stakra manna beri að skoða sem heiðurslaun eða viðurkenningu, en ekki sem styrk\ hann ætlar að halda áfram jarðabótunum með- an líf og kraptar endast og von- ar að geta, ef hann verður gam- all, orðið aðnjótandi þess heiðurs, sem hann nú þegar hefur tilunn- ið; hann hefur örugga trú á fram- tfð landbúnaðarins, trú á því, að „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur". Páll er „leiguliði", eins og svo margir íslenzkii bændur eru, en allar þessar jarðabætur hefur hann gert fyrir eigin reikning; eigandi jarðarinnar hefur ekki lagt til þeirra eitt krónu virði. Þetta er, f sem fæstum orðum, yfirlit yfir búskaparsögu þessa bónda, og virðist rnér hún benda til þess, að mögulegt sé að bjarg- ast áfram á sveitabúskapnum, þó um lítil efni sé að tala, ef þekk- ing og dugnaður haldast í hend- ur. Hamingjan gefi sem flestum íslendingum dáð og dug til að vinnasjálfum sér og ættjöið sinni sem mest gagnogsóma; þá mun það sannast, að „Eyjan hvíta á sér enn vor", að ísland á fagra og góða framtíðarvon og að sil von byggist einungis á framfórutn landbúnaðarvis. Skrifað á Gvöndardaginn 1901 Annar Rangvellingur. Um kartöflurækt. (Eptir Danfel Hjálmsson.) (Miðurl ). Þar sem vel lagað er fyrir jarðeplarækt eins og áður er sagt, sem er sérstaklega við sjávar- síðuna, ætti að leggja miklu meiri stund á hana en gert hefur verið, plægja upp heilar jarðspildur og afgirða, helzt með tvíhlöðnum grjót- garði, en ekki sína garðholuna í hverjum stað, eins og gert hefur verið. Þar sem því verður viðkom- ið að afgirt verður þannig, verður girðingin miklu kostnaðarminni. Stinga má svo þetta stykki aptur í sundur, annaðh vort með einhlöðnu m

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.