Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 5

Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 5
2Q grjótgörðum eða borðrenningum, en síður með vír, því hann veitir ekkert skýli; mega þá þessar inni- girðingar vera veigaminni og lægri en ytri girðingin, eða aðalgirðing- in. Væri nu einum ofvaxin þann- ig löguð jarðeplarækt, gætu fleiri tekið þátt í girðingarkostnaðinum og myndað þannig félög, svo hver átt sinn part í garðinum á eptir. Geri eg nú ráð fyrir að tekin sé clagslatta til ræktunar í einu, yrði þá nokkuð að haga girðing- unni eptir landslaginu, en hér geri eg ráð fyrir, að landið sé slétt, virðist mér þá heppilegast að tvær hliðar garðsins væru 60 faðmar og tveir 15 fm.; enda þótt girðingin yrði dýrari heldur en ef hver hlið- væri 30 faðmar, og ónnur Ianga hliðin sneri mót hásuðri, ætti svo að setja IO þvergarða með 6 fm. millibili og svo malaðan stig gegn- um garðinn, sem næði frá enda til enda, hér um bil 1 al. breiðan, og svo götur milli beðanna, yrði þá hvert beð 6 fm. langt og fimm- tán 2 al. breið beð í hverjum reit. Nú geri eg ráð fyrir, að þannig lagaður garður kosti fyrsta árið um '600 kr., þ. c. girðing, plæging, heif- ing, áburður, útsæði, sáning, hirð- ing, upptaka, rentur af kostnaðar- Upphæðinni yfir árið; nífaldist nú útsæðið, sem mun vera meðallag, er eptir minni hyggju illa áhald- ið, ef reiturinn verður.ekki búinn að borga allan kostnað á 2—3 ár- «m, og úr því að leggja upp, þar sem á annað borð jarðeplaræktin á heima. Þessi áætlun kann nú að vera að nokkru leyti í lausu lopti, enda er ekki gott að gera svoleið- is aætlanir, því víða kann að haga öðruvísi til en eg hef gert ráð fyr- ir, og einn getur vel gert það, sem hinn á ómögulegt með, fyrir sama fé sem hinn, en þó get eg vart hugsað, að ofmikið sé gert úr á- góðanum, eða uppskerunni. Það er enginn vafi á, að sérstak- lega við sjávarsíðuna, hagar víða svo til, að vafalaust borgaði sig, að leggja sig mikið meira eptir jarðeplarækt en gert er, og eg vil segja að engri þjóð sé jafnniikið spursmál að gera það og okkur, þar sem við höfum ekki ástæður til að rækta korn, og þar af leið- andi verðum að kaupa það allt að, hve mikill kostnaður sem því fylg- ir, því eins og eg hef sagt og all- ir vita, er ómögulegt að framleiða lífið, án þess að blanda fæðuna mcð efnum bæði úr dýra- og jurta- ríkinu, en afþví ræktaðar matjurt- ir þrífast hér ekki, svo verulega þýðingu liafi, nema rófur og jarð- epli, liggur það í augum uppi, að- jarðeplaræktin hlýtur að hafa meiri þýðingu fyrir okkur, cn allar korn- yrkjuþjóðir, því þeim hlýtur að liggja sá fjársjóður, sem okkur van- hagar mest um, og sem við vart getum framleitt á annan hátt af eigin ramleik, og það því fremur, sem víða hagar hér svo til, að jarðeplin þrífast vel, um leið og við höfum nægt afgirðingarefhi, þar sern grjótið er, og getum opt

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.