Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 3

Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 3
nokkurs konar fyrirmyndarbú, ættu að vera helzt í hverri sýslu. ,Status búsinsh Þegar eg las söguna af honum „Eiríki á Völlum" í 2. tölubl. „Plógs" þ. á., sem eg fékk með seinasta póstiK datt mér í hug að segja sögu af öðrum bónda, því þó hans búskaparsaga sé styttri en Eiríks, aðeins tæp 11 ár, þá er hún að sínu leyti fullt eins merki- leg °g þa^ því fremur, sem færri verða til að segja þesskonar sög- ur heldur en hinar, sem meira svipa til sögunnar af Eiríki. Þessi maður, sem hér skal sagt frá—það er bezt að hann heiti Páll á Horni,-—fór að búa vorið 1890. Eignir þeirra hjóna námu þá nál. 1000 kr. ogsvo tók hann lán, um ýOO kr. til að kaupa hús o. fl , og þetta var þá allur bústofninn. Jörð- in, sem hann tók, má teljast með- aljörð að öllu samtöldu; lítið tún og harðlent, og gaf af sér frá 60 — 80 hesta, útslægjur nokkuð miklar að víðáttu, en graslitlar í flestum árum og hagar fremur góð- ir fyrir fé, en lakari fyrir hross og nautgripi. Lítið hafði verið unn- ið að jarðabótum á þessari jörð, en meiri partur húsa á jörðinni var í fretnur góðu standi og keypti Páll þau af fráfaranda. Páll sá, að jörðin hlaut að geta tekið mikl- Um bótum, ef henni væri einhver sómi sýndur, en af því eg vil ekki þreyta lesendurna með langri sögu, þá ætla eg að fara fljótt yfir og geta þess, sem gert hefur verið: 1. Mikið af túninu var þýft og hef- ur hann sléttað í því tæpar 2 dagsláttur (byrjaði á því árið 1895). 2. Majjurtagarðar voru nál. 2CO □ faðmar; þá hefur hann auk- ið um 160 □ f. 3. Skurðir til framræzlu, varnar og áveitu, samtals 700 faðmar að framlengd, tví- og þrístungn- ir, 5—6 feta breiðir og IOO faðmar að framlengd einstungn- ir, 2—3 feta breiðir. 4. Garðar um tún og matjurta- garðar byggðir að stofni sam- tals 160 faðmar. 5. Auk þess hefur hann byggt vandaða heyhlöðu, sem tekur rúm 400 hesta og sem kostaði um 500 kr. Nú er hann að færa út túnið. Gamli túngarðurinn með öllum sínum hlykkjum var allur fallinn fyrir löngu og er Páll langt kom- inn að byggja hann og færir hann út um leið; ætlazt hann til að sú útfærsla nemi a. m. k. 3 dag- sláttum. Páll gerir upp reikning við sjálfan sig um hver áramót og taldist honum svo til við síðustu árslok, að hannætti skuldlaust rúm- ar 2000 kr. en auk þess skuldar hann nokkra upphæð, sem er bein afleiding af jarðabótunum, en þær rentur telur hann ekki eptir, því hann þykist fá þær margborgað- ar, — og ekki er hann heldur að

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.