Plógur - 01.10.1901, Síða 2
58
vorum, sero sé annarsvegar auð-
vald, en hinsvegar iítilsigld og und-
irokuð alþýða og jafnvel tals verð-
ur skríll innanum.
Hvernig er lífið, t. d. í Hull á
Erglandi ? Fylgir slíku fiskiborg-
arlífi siðmenning? Eða er það hið
æðsta mark og mið, sem vér eig-
um að hafa, að eignast slíkar fram-
farir. Nei, frelsi, eignajöfnuður og
sönn siðmenning er það, sem hver
þjóð á að hafa fyrir æðsta mark
og mið að reyna að ná.
Ekkert land undir sólunni er eins
vel lagað fyrir sanna siðmenningu
eins og land vort, þetta ættum vér
að hafa hugfast, þvi' siðmenningar
vísirinn er að gróa upp, og ef vér
ekki kæfum hann niður, mun hann
bera blessunarríka ávexti fyrir ó-
bornar kynslóðir. En hvenær, sem
sjávarútvegurinn ber landbúnaðinn
ofurliða, þa drepur gullguðinn nið-
ur fæti sínum hér, en siðmenning
og íslenzktþjóðerni stekkur úrlandi,
eptir hnípir vesöl þjóð í skarfasetr-
inu, glápandi á gull og gersemar
konunga sinna.
Eins og nú stendur á, þarf ekki
að stíga stórvægilegt spor til þess
að þessar verði horfurnar, ef sjá-
varútvegurinn fær að halda áfram
að tæma vinnukraptinn frá land-
búnaðinum. Við þessu er ekki
hægt að gera, segja menn. Hér
vantar menn til að stunda sjávar-
útveg, það er satt, en hversvegna
reyna ekki þilskipaeigendur að fá
útlenda fiskimenn á skip sín, þeir
gætu að líkindum fengist eins góð-
ir og innlendir, eða mundu fljótt
geta orðið eins góðir — en útlend-
ir verkamenn verða aldrei sveita-
bændum hentugir eptir því, sem
nú hagar til, þó hægt væri að fá
þá, sem eflaust yrði torveldara en
að fá þá til fiskiveiða.
En hver úrræði, sem líklegust
kunna að þykja, þá ættu menn að
hafa það hugfast að hér er hætta
á ferðum, sjávarútvegurinn er ekki
svo arðsamur og heillavænlegur
fyrir oss, að það borgi sig að lata
hann eyðileggja landbúnaðinn, þó
hann á hinn bóginn sé oss ómiss-
andi, og landbúnaðurinn er þegar
á allt er litið, svo arðsamur, afifara-
sæll og þýðingarmikill atvinnuveg-
ur fyrir oss, að vér hljótum að neyta
allra krapta, gera allt, sem oss frant-
ast er unnt til þess að rétta hann
við, því eins og bent er á hér að
framan, er megun og menning þjóð-
félags vors að mestu leyti,já, nær
því að öllu leyti, undir honum komin.
Samvinna.
„Margar hendur vinna létt verk“,
segir gamalt orðtæki, og það er
satt, en því miður gefum vér þessu
alltof lítinn gautn, því ef vér gerð-
um það, mundum vér betur skilja
hverja þýðingu félagsskapur og
samtök hafa þegar um einhverjar
framkvæmdir er að ræða. Það er
kunnugra en frá þurfi að segja, hve
skortur á vinnukrapti heptir allar
framfarir í landbúnaði vorum, ekki
sízt að því er jarðræktina snertir;