Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 13
T í Ð I N D I
17
presta sína á prestastefnu þessa.“ Enginn mætti úr Eyjafirði,
eins og áður segir, og var nokkur óánægja á fundinum þess
vegna. — 16 prestar og prófastar mættu og eru taldir upp
þannig:
1. Sr. Pálmi Þóroddsson, Hofsós,
2. sr. Zophonías Halldórsson, Viðvík,
3. sr. Björn Jónsson, Miklabæ,
4. sr. Vilhjálmur Briem, Goðdölum,
5. sr. Jón Ó. Magnússon, Mælifelli,
6. sr. Hallgrímur Thorlacíus, Glaumbæ,
7. sr. Árni Björnsson, Sauðárkróki,
8. sr. Sigfús Jónsson, Hvammi,
9. sr. Sveinn Guðmundsson, Ríp,
10. sr. Ásmundur Gíslason, Bergsstöðum,
11. sr. Stefán M. Jónsson, Auðkúlu,
12. sr. Hjörleifur Einarsson, Undirfelli,
13. sr. Eyjólfur Kolbeins, Staðarbakka,
14. sr. Hálfdan Guðjónsson, Breiðabólstað,
15. sr. Jón Pálsson, Höskuldsstöðum,
16. sr. Björn L. Blöndal, Hofi.
Enn fremur var mættur Friðrik Friðriksson stud. theol.
úr Reykjavík og tók hann þátt í fundarstörfum, enda hafði
sr. Zophonías boðið honum að koma og flytja erindi á
fundinum.
Enn eru á lífi tveir þessara frumherja, sr. Vilhjálmur
Briem og sr. Friðrik Friðriksson. Einnig vil ég nefna hér
sr. Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi, sem mætti á 2. fundi, sem
í raun og veru má nefna framhaldsstofnfund, því að þar
voru Eyfirðingar og Þingeyingar með í fyrsta sinn.
Mig langar til að fara nokkrum orðum um fyrsta fund
félagsins á Sauðárkróki, þar sem ihann markar þá stefnu,
sem félagið liélt síðan um málefnaval og sýnir, hvað fyrir
félagsmönnum vakti.
2
L