Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Page 16
20
T í Ð I N D I
Annar fundur félagsins var haldinn á Akureyri 26.-27.
júní 1899. Þar mættu 22 prestar og prófastar úr 4 prófasts-
dæmum. Sr. Matthías Jochumsson bauð fundarmenn vel-
komna „í nafni og umboði hins góða og guðlega, í nafni
tímans og í nafni siðbótar í voru landi“. Er þetta tilfært
orðrétt úr formála hans.
Dagskrá þessa fundar er svipuð hinni fyrri. Þó skal þess
getið, að hér er aðeins minnzt á laun presta, en annars berst
slíkt naumast í tal á þessum fundum. Á þessum fundi skírði
sr. Matthías félagið og var nafngift lians samþykkt í trausti
þess, að Norður-Þingeyingar yrðu með.
Eftir fundinn gaf félagið út rit, hið eina, sem það hefur
gefið út til þessa dags. Heitir það: „Tíðindi frá félagi presta
í hinu forna Hólastifti". Prentað á Akureyri 1899. Er þetta
lítið rit. í því er fundargerð Akureyrarfundarins, framsögu-
erindi sr. Zóphoníasar Halldórssonar: Kröfur nútímans til
prestanna, framsöguerindi sr. Jónasar Jónassonar: Hvernig
eigum vér að prédika og Söngljóð (cantate) eftir Matthías
Jochumsson: Hólastifti, þ. e. Hólaljóð hans. Báðir tala ræðu-
menn um vandamál samtímans, efasemdir, deyfð og árásir á
kirkju og kristindóm, en skora því fastar á presta að standa í
gegn og eflast að þrótti og menntun og trúarstyrk. Vert er að
veita því atliygli, að sr. Jónas minnist á tvær bækur, sem þá
voru nýútkomnar, Úraníu og Þyrna, sem mikið séu lesnar.
Nú þykist menn hafa ráðið allar gátur tilverunnar.
Auðsætt er, að menn hafa í fyrstu tileinkað sér meir
ádeiilur Þorsteins Erlingssonar en snilld hans, sannleiksást
og meðaumkvun með öllu, sem bágt á.
Síðan eru fundir haldnir árlega og til skiptis á Sauðár-
króki og Akureyri. Fer svo fram allt til andláts sr. Zophoní-
asar Halldórssonar.
Þess skal getið hér, að gjörðabók félagsins frá þessum
tíma er glötuð, sú sem enn er til hefst árið 1927.
En fundargerðir eru prentaðar í Verði ljósi og Nýju
kirkjublaði og styðst ég við þær eins og þær eru þar prent-