Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Side 26
30
T í Ð I N D I
Hefur og sól og sumarblíða jafnan signt Hólahátíðir
síðan.
Mörg hundruð manns riðu heim til Hóla þennan dag.
Segir Þórhallur biskup í vígsluræðu sinni, að þar muni ekki
hafa verið meira fjölmenni saman komið síðan á 12. eða
13. öld og lýsir deginum með orðum Matthíasar:
„Fólkið þusti heim að Hólum,
hjörtun brunnu sem á jólum.
Aldrei dýrri dagur rann.“
Þjóðskáldið var meðal kirkjugesta.
Annað skáld var og þar, sr. Bjarni Þorsteinsson tónskáld
á Siglufirði. Hafði hann í skyndi æft söngflokk, lék á orgel-
ið í messunni og stjórnaði söngnum.
Um áhrif þau, sem þessi dagur hafði á kirkjugesti vil ég
vitna til orða séra Sigurðar Stefánssonar í Vigur. Hann
segir:
„Dagarnir, sem ég dvaldi á Hólum, eru einna skemmti-
legustu stundirnar á ævi minni.“
Fyrir 1910 hélt Prestafélag hins foma Flólastiftis aldrei
fundi sína á Hólum, en síðan hafa þeir verið haldnir þar
alloft. Þar hafa og verið haldnar ýmsar kirkjulegar hátíðir.
Árið 1911 hélt félagið þriggja daga fund á Akureyri.
Voru viðfangsefni fundarins svipuð og áður. Rætt var t. d.
um húsvitjanir, kristindómsfræðslu barna, prestana og
heimilin, líknarstarfseimi, virðingu og vinsældir kirkjunn-
ar, aðskilnað ríkis og kirkju, breytt verksvið presta, ferm-
ingarundirbúning. Enn vekur athygli, að ekki er minnzt á
launamál né kjör presta.
Árið 1912 var fundur á Hólum með sama sniði og áður.
1913 var þar kirkjudagur til minningar um 150 ára af-
mæli dómkirkjunnar, sem þar stendur nú.
Næstu árin eru svo enn fundir líkir og áður, en kringum
i