Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Qupperneq 34
38
T X Ð I N D I
Matthíasar Jochumssonar á Akureyri aldamótaárið og hélt
það kall til dauðadags. Prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis
varð hann í ársbyrjun 1906 og tók þar við af sr. Jónasi
Jónassyni á Hrafnagili.
Kona sr. Geirs var Sigríður Jónsdóttir liáyfirdómara Pét-
urssonar og voru börn þeirra, er upp komust, Heba, er
átti dr. Alexander Jóhannesson prófessor, og Jón læknir á
Akureyri, en hann lézt 4. janúar 1950. Frú Sigríður andað-
ist 23. okt. 1923, en sr. Geir 9. ágúst 1927.
Síra Geir Sæmundsson var mikilsvirtur kennimaður og í
lxverri grein sómi stéttarinnar, en söngrödd hafði liann svo
fagra, að lrábært Var talið. Einn bezti vinur hans, sr. Stefán
Kristinsson, prófastur á Völlum, sagði um lxann látinn:
„Hann var söngmaðurinn af Guðs náð og í Guðs húsi var
yndislegt á hann að 'hlýða, er hann þar söng messu fyrir
altari Drottins“ (Prestafél.ritið 1928, bls. 100 nn.).
Síra Geir tók við formennsku í Prestafélagi Hólastiftis
við vígslutöku sína, en þá hafði starfsemi félagsins legið
niðri um hríð, eftir lát sr. Zophoníasar í Viðvík, og stýrði
vígslubiskup félaginu upp þaðan um sína daga.
Seinasti fundur félagsins undir forsæti sr. Geirs var háð-
ur á Akureyri 18,—22. júlí 1927, og í fundarlok tók hann
viðstadda presta til altaris.
Það var síðasta kirkjuathöfn, er hann framdi.
2. SÍRA HÁLFDÁN GUÐJÓNSSON 1928-1937.
Eftir síra Geir var sr. Hálfdán Guðjónsson, sóknarprest-
ur og prófastur á Sauðárkróki, kjörinn vígslubiskup, og
hlaut hann vígslu 8. júlí 1928 í Hóladómkirkju, af frænda
sínum, dr. Jóni Helgasyni, en þeir voru bræðrasynir.
Mikið fjölmenni var að Hólum við vígsluna, og margt
presta hvaðanæva, enda var synodus haldin þá um leið á
hinu forna biskupssetri og Prestafélag Íslands háði þar aðal-
fund sinn.