Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Qupperneq 45
T í Ð I N D I
49
Þá höldum vér hátíð, þegar vér lifum það djúpt, hvort
sem er í einrúmi eða samfélagi, að vér eigum Guði þökk
að tjá og skuld að gjalda, og þá væri líf vort auðugra að
blessun, ef vér værum minnugri á þakkarefnin, skuld vora
við lífið og lífsins Guð.
Vér megum hugsa um það, sem hverjum er næst, þá ást-
vini, sem vér þáðum mest af. Mynd þeirra, hvort sem þeir
eru lífs eða liðnir, minnir oss á stóra skuld. Vér fáum aldrei
engurgoldið það, sem vér þáðum bezt, móðurkærleik, maka-
ást, ekki þeim, sem í hlut eiga, aldrei að fullu, en vitundin
um það, sem vér þáðum þar, gerir hjarta vort örlátara gagn-
vart lífinu í heild.
Vér getum ekki endurgoldið tiltrri og traust, aldrei að
verðleikum, en auðmýking slíkrar náðar gerir sannan dreng
hugprúðari og orkumeiri til góðs.
Og hversu njótum vér ekki uppskerunnar af marghátt-
aðri baráttu liins óþekkta manns? Mennirnir keppa um efn-
isgæðin og seilast eftir þeim hver í annars greipar, og þó
nýtur enginn neinna lífsnauðsynja án þess að vera marg-
faldur þiggjandi annarra manna. Og hvað eigum vér að
þakka þeim, sem hafa barizt fyrir réttindum, mannúð,
frelsi? Hvað eigum vér að þakka þeim, sem hafa fórnað sér
fyrir göfuga málsstaði og hugsjónir? Hver er skuld vor við
þá menn, sem hafa sáð fræjum góðvildar, sannleiksástar,
líknaranda?
Og nú erum vér að lifa kirkjusögulegan atburð á sögu-
helgum stað. Hvað eigum vér að þakka, þegar vér hugsum
um þá sögu, sem átti eina sína öflugustu orkustöð á Hóla-
stað? Á altari dómkirkjunnar brann sá helgi logi, sem
dreifði l)irtu og yl um fjórðunginn allan, um landið allt.
Hann lýsti og vermdi hverja mannlega vistarveru, hvert
hugskot. Hann gaf oss jólaljósin og páskagleðina. Hann gaf
oss þá vitund um tign lífsins, ábyrgð þess og eilíf fyrirheit,
sem gerði allt það stærra, sem bezt var til í íslenzkri þjóðar-
sál og allt það smærra, sem þar var miður farsællegt eða
4