Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 60
64
T í Ð I N D I
ar, starfsfólk kirkju og kirkjugarða. — Samstarfið var langt
og yfir því ihvílir bjartur ljómi minninga.
Eg hugsa um öll prestsverkin, sem hann vann fyrir yður
á hinu ianga starfstímabili. Sjálfur minntist liann þeirra á
svo fagran hátt, er hann fól yður og kirkjuna í bæn til
Guðs í kveðjuræðu sinni. Þá sagði hann:
„Blessað sé þetta musteri Guðs, blessun fylgi þeim lof-
sönvum, bænum orði og athöfnum, sem hér verða um hönd
hafðar. Friður og náð Guðs sé yfir börnunum, sem ég hjálp-
aði til að veita hið heilaga skírnarsakramenti, — friður og
náð Guðs sé yfir ungmennunum, sem ég hef staðfest í helg-
um sáttmála skírnarinnar. Náð og friður sé með þeim brúð-
hjónum, sem ég hef tengt saman í ævilöngu tryggðabandi.
Ljós hins eilífa lífs og dýrð sé með þeim, sem horfnir eru
héðan úr heimi og ég hef veitt hina seinustu þjónustu.
Náð og friður sé með yður öllum, utan kirkju og in,nan.“
Persónulega á ég margar heillaríkar minningar er ég
kveð séra Friðrik og þakka honum liðnu árin. Þau spor rek
ég aftur í tímann, — eða til þeirra stunda, er ég man hann
gestkomandi á æskuheimili mínu. Hann og faðir minn
voru aldavinir, — og fagnafundum þeirra mun ég ekki
gleyma strax. — Sem drengur var ég snortinn af gleðinni,
sem einkenndi séra Friðrik og þeim glæsileik, sem hann
jafnan átti í allri framkomu. Hann laðaði menn að sér,
skildi viðhorf manna og hafði jafnan umræðuefni, sem við
átti í hvert sinn.
Vissulega hafði sá myndarbragur, sem hann sýndi í em-
bættisstörfum, sterk áhrif á hina ungu menntamenn, sem
leituðu sér að ævistarfi. Þess vegna átti hann sinn þátt í
því að stúdentar að norðan fóru í Guðfræðideild til að
gjörast prestar.
Er út í það starf kom var mér mikill styrkur að mega
starfa við hlið hans Það fæ ég honum aldrei fullþakkað.
Leiðbeiningar hans við embættisstörfin, voru mér mikils-
verðar. Það var mér stöðug predikun að sjá þann styrk sem